Hver leggur valdhöfum línurnar - fulltrúi Guðs eða við? Eva Hauksdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun