Loftslagshamfarir og landnotkun Ida Karólína Harris skrifar 13. febrúar 2021 19:01 Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar