Lífskjör öryrkja eru þjóðarhneisa Guðjón S. Brjánsson skrifar 12. febrúar 2021 18:15 Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin. Sérstaklega var þetta áberandi í upphafi stjórnarsamstarfsins en æ minna eftir því sem liðið hefur á. Stóra myndin blasir óbreytt við nú í lok kjörtímabils. Það er dapurlegt þegar á heildina er litið, að við sem samfélag skulum ekki vera komin lengra í hugsun og verki gagnvart samferðafólki sem býr við skerta starfsorku, að öryrkjar skuli enn búa við óöryggi varðandi umgjörð sína í lífinu, að þeir séu stöðugt afskiptir á hliðarlínunni, ekki einu sinni á varamannabekk. Viðhorf ríkisstjórnarinnar Viðhorf stjórnvalda gagnvart þátttöku öryrkja í samfélaginu kemur kannski skýrast í ljós þegar viðmót ráðuneyta er skoðað, hvaða frumkvæði einstakir ráðherrar hafa sýnt varðandi ráðningar öryrkja til starfa. Hafa ráðherrar í þessari ríkisstjórn gengið á undan með góðu fordæmi á kjörtímabilinu? Hafa ráðuneyti þeirra skilgreinda stefnu í málaflokknum? Ráðherrar áhugalausir Í fyrirspurn Oddnýju Harðardóttur þingmanns Samfylkingar til allra ráðherra fyrir nokkrum mánuðum kom staðan berlega í ljós. Í hverju ráðuneytanna starfar annaðhvort einn eða enginn starfsmaður með skerta starfsorku. Þannig hafa sem dæmi félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra engan starfsmann í þjónustu sinni sem býr við skerta starfsorku. Ekkert af 10 ráðuneytum ríkisstjórnarinnar hefur mótað sér stefnu um að leggja skuli áherslu á ráðningar einstaklinga með skerta starfsorku. Mennta- og menningarmálaráðherra hafði ekki fyrir því að svara fyrirspurninni. Þetta segir sína sögu um viðhorfin. Frumkvæði og mannvirðing Ég tel tæpast að hægt sé að sakast við okkur þingmenn um að hafa ekki fjallað um hagsmuni öryrkja í umræðum á Alþingi. Frumkvæði að slíkri umræðu liggur alltaf hjá minnihlutanum, ekki hjá þeim sem ráða lögum og lofum í landinu. Það verður vísast óbreytt þannig og þar til við völdum tekur ríkisstjórn félagshyggju, jöfnuðar og mannvirðingar. Það er í valdi kjósenda og þeir eiga val um að snúa við blaðinu í alþingiskosningum sem fram fara í síðasta lagi í haust. Skýrsla Dr. Kolbeins Það er víðar sem fjallað er um málefni öryrkja og stöðu þeirra í samfélaginu. Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði vann t.d. nýlega fróðlega skýrslu um málefni öryrkja fyrir Öryrkjabandalagið. Í orðræðunni er gjarnan klifað á því að örorkulífeyrisþegum fjölgi hratt með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og samfélagið allt. Vaxandi kostnaður kalli svo á viðbrögð í formi róttækra breytinga á almannatryggingum og endurhæfingu. Kolbeinn bendir á það í skýrslu sinni að örorkulífeyrisþegum hafi vissulega fjölgað umtalsvert frá aldamótum, en breytingin yfir 20 ára tímabil kunni að gefa villandi mynd. Raunar hafi hægt á þessari þróun eftir 2005 og segir skýrsluhöfundur að nýjustu gögn bendi einnig til að enn frekar hafi hægt á henni frá 2017. Skýrsluhöfundur staldrar líka við þá staðhæfingu að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Það hlutfall hafi vissulega hækkað á síðastliðnum áratugum, en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega sé rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42%. Það er sérstakt og alvarlegt rannsóknarefni. Gildi samfélagsþátttöku Fjallað er um títtnefnt starfsgetumat í niðurlagi skýrslu Kolbeins. Hann metur það svo að miklu meiri áherslu eigi að leggja á almenna samfélagsþátttöku öryrkja sem nái betur til þeirra sem eru algjörlega ófærir um að taka þátt á vinnumarkaði, ekki bara að einblína á atvinnuþátttöku. Undir mikilvægi þess er sannarlega tekið að almannatryggingakerfið hvetji til virkni en letji ekki með tilheyrandi aukaverkunum. Frítekjumark öryrkja hefur t.d. staðið fast í tæplega 110 þúsund krónum á mánuði frá árinu 2010 en væri nær 200 þúsund krónum ef það hefði þróast í takt við laun. Það er eðlileg leiðrétting sem við jafnaðarmenn í Samfylkingunni höfum barist fyrir og munum gera áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin. Sérstaklega var þetta áberandi í upphafi stjórnarsamstarfsins en æ minna eftir því sem liðið hefur á. Stóra myndin blasir óbreytt við nú í lok kjörtímabils. Það er dapurlegt þegar á heildina er litið, að við sem samfélag skulum ekki vera komin lengra í hugsun og verki gagnvart samferðafólki sem býr við skerta starfsorku, að öryrkjar skuli enn búa við óöryggi varðandi umgjörð sína í lífinu, að þeir séu stöðugt afskiptir á hliðarlínunni, ekki einu sinni á varamannabekk. Viðhorf ríkisstjórnarinnar Viðhorf stjórnvalda gagnvart þátttöku öryrkja í samfélaginu kemur kannski skýrast í ljós þegar viðmót ráðuneyta er skoðað, hvaða frumkvæði einstakir ráðherrar hafa sýnt varðandi ráðningar öryrkja til starfa. Hafa ráðherrar í þessari ríkisstjórn gengið á undan með góðu fordæmi á kjörtímabilinu? Hafa ráðuneyti þeirra skilgreinda stefnu í málaflokknum? Ráðherrar áhugalausir Í fyrirspurn Oddnýju Harðardóttur þingmanns Samfylkingar til allra ráðherra fyrir nokkrum mánuðum kom staðan berlega í ljós. Í hverju ráðuneytanna starfar annaðhvort einn eða enginn starfsmaður með skerta starfsorku. Þannig hafa sem dæmi félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra engan starfsmann í þjónustu sinni sem býr við skerta starfsorku. Ekkert af 10 ráðuneytum ríkisstjórnarinnar hefur mótað sér stefnu um að leggja skuli áherslu á ráðningar einstaklinga með skerta starfsorku. Mennta- og menningarmálaráðherra hafði ekki fyrir því að svara fyrirspurninni. Þetta segir sína sögu um viðhorfin. Frumkvæði og mannvirðing Ég tel tæpast að hægt sé að sakast við okkur þingmenn um að hafa ekki fjallað um hagsmuni öryrkja í umræðum á Alþingi. Frumkvæði að slíkri umræðu liggur alltaf hjá minnihlutanum, ekki hjá þeim sem ráða lögum og lofum í landinu. Það verður vísast óbreytt þannig og þar til við völdum tekur ríkisstjórn félagshyggju, jöfnuðar og mannvirðingar. Það er í valdi kjósenda og þeir eiga val um að snúa við blaðinu í alþingiskosningum sem fram fara í síðasta lagi í haust. Skýrsla Dr. Kolbeins Það er víðar sem fjallað er um málefni öryrkja og stöðu þeirra í samfélaginu. Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði vann t.d. nýlega fróðlega skýrslu um málefni öryrkja fyrir Öryrkjabandalagið. Í orðræðunni er gjarnan klifað á því að örorkulífeyrisþegum fjölgi hratt með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og samfélagið allt. Vaxandi kostnaður kalli svo á viðbrögð í formi róttækra breytinga á almannatryggingum og endurhæfingu. Kolbeinn bendir á það í skýrslu sinni að örorkulífeyrisþegum hafi vissulega fjölgað umtalsvert frá aldamótum, en breytingin yfir 20 ára tímabil kunni að gefa villandi mynd. Raunar hafi hægt á þessari þróun eftir 2005 og segir skýrsluhöfundur að nýjustu gögn bendi einnig til að enn frekar hafi hægt á henni frá 2017. Skýrsluhöfundur staldrar líka við þá staðhæfingu að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Það hlutfall hafi vissulega hækkað á síðastliðnum áratugum, en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega sé rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42%. Það er sérstakt og alvarlegt rannsóknarefni. Gildi samfélagsþátttöku Fjallað er um títtnefnt starfsgetumat í niðurlagi skýrslu Kolbeins. Hann metur það svo að miklu meiri áherslu eigi að leggja á almenna samfélagsþátttöku öryrkja sem nái betur til þeirra sem eru algjörlega ófærir um að taka þátt á vinnumarkaði, ekki bara að einblína á atvinnuþátttöku. Undir mikilvægi þess er sannarlega tekið að almannatryggingakerfið hvetji til virkni en letji ekki með tilheyrandi aukaverkunum. Frítekjumark öryrkja hefur t.d. staðið fast í tæplega 110 þúsund krónum á mánuði frá árinu 2010 en væri nær 200 þúsund krónum ef það hefði þróast í takt við laun. Það er eðlileg leiðrétting sem við jafnaðarmenn í Samfylkingunni höfum barist fyrir og munum gera áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun