Lífskjör öryrkja eru þjóðarhneisa Guðjón S. Brjánsson skrifar 12. febrúar 2021 18:15 Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin. Sérstaklega var þetta áberandi í upphafi stjórnarsamstarfsins en æ minna eftir því sem liðið hefur á. Stóra myndin blasir óbreytt við nú í lok kjörtímabils. Það er dapurlegt þegar á heildina er litið, að við sem samfélag skulum ekki vera komin lengra í hugsun og verki gagnvart samferðafólki sem býr við skerta starfsorku, að öryrkjar skuli enn búa við óöryggi varðandi umgjörð sína í lífinu, að þeir séu stöðugt afskiptir á hliðarlínunni, ekki einu sinni á varamannabekk. Viðhorf ríkisstjórnarinnar Viðhorf stjórnvalda gagnvart þátttöku öryrkja í samfélaginu kemur kannski skýrast í ljós þegar viðmót ráðuneyta er skoðað, hvaða frumkvæði einstakir ráðherrar hafa sýnt varðandi ráðningar öryrkja til starfa. Hafa ráðherrar í þessari ríkisstjórn gengið á undan með góðu fordæmi á kjörtímabilinu? Hafa ráðuneyti þeirra skilgreinda stefnu í málaflokknum? Ráðherrar áhugalausir Í fyrirspurn Oddnýju Harðardóttur þingmanns Samfylkingar til allra ráðherra fyrir nokkrum mánuðum kom staðan berlega í ljós. Í hverju ráðuneytanna starfar annaðhvort einn eða enginn starfsmaður með skerta starfsorku. Þannig hafa sem dæmi félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra engan starfsmann í þjónustu sinni sem býr við skerta starfsorku. Ekkert af 10 ráðuneytum ríkisstjórnarinnar hefur mótað sér stefnu um að leggja skuli áherslu á ráðningar einstaklinga með skerta starfsorku. Mennta- og menningarmálaráðherra hafði ekki fyrir því að svara fyrirspurninni. Þetta segir sína sögu um viðhorfin. Frumkvæði og mannvirðing Ég tel tæpast að hægt sé að sakast við okkur þingmenn um að hafa ekki fjallað um hagsmuni öryrkja í umræðum á Alþingi. Frumkvæði að slíkri umræðu liggur alltaf hjá minnihlutanum, ekki hjá þeim sem ráða lögum og lofum í landinu. Það verður vísast óbreytt þannig og þar til við völdum tekur ríkisstjórn félagshyggju, jöfnuðar og mannvirðingar. Það er í valdi kjósenda og þeir eiga val um að snúa við blaðinu í alþingiskosningum sem fram fara í síðasta lagi í haust. Skýrsla Dr. Kolbeins Það er víðar sem fjallað er um málefni öryrkja og stöðu þeirra í samfélaginu. Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði vann t.d. nýlega fróðlega skýrslu um málefni öryrkja fyrir Öryrkjabandalagið. Í orðræðunni er gjarnan klifað á því að örorkulífeyrisþegum fjölgi hratt með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og samfélagið allt. Vaxandi kostnaður kalli svo á viðbrögð í formi róttækra breytinga á almannatryggingum og endurhæfingu. Kolbeinn bendir á það í skýrslu sinni að örorkulífeyrisþegum hafi vissulega fjölgað umtalsvert frá aldamótum, en breytingin yfir 20 ára tímabil kunni að gefa villandi mynd. Raunar hafi hægt á þessari þróun eftir 2005 og segir skýrsluhöfundur að nýjustu gögn bendi einnig til að enn frekar hafi hægt á henni frá 2017. Skýrsluhöfundur staldrar líka við þá staðhæfingu að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Það hlutfall hafi vissulega hækkað á síðastliðnum áratugum, en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega sé rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42%. Það er sérstakt og alvarlegt rannsóknarefni. Gildi samfélagsþátttöku Fjallað er um títtnefnt starfsgetumat í niðurlagi skýrslu Kolbeins. Hann metur það svo að miklu meiri áherslu eigi að leggja á almenna samfélagsþátttöku öryrkja sem nái betur til þeirra sem eru algjörlega ófærir um að taka þátt á vinnumarkaði, ekki bara að einblína á atvinnuþátttöku. Undir mikilvægi þess er sannarlega tekið að almannatryggingakerfið hvetji til virkni en letji ekki með tilheyrandi aukaverkunum. Frítekjumark öryrkja hefur t.d. staðið fast í tæplega 110 þúsund krónum á mánuði frá árinu 2010 en væri nær 200 þúsund krónum ef það hefði þróast í takt við laun. Það er eðlileg leiðrétting sem við jafnaðarmenn í Samfylkingunni höfum barist fyrir og munum gera áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingi Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin. Sérstaklega var þetta áberandi í upphafi stjórnarsamstarfsins en æ minna eftir því sem liðið hefur á. Stóra myndin blasir óbreytt við nú í lok kjörtímabils. Það er dapurlegt þegar á heildina er litið, að við sem samfélag skulum ekki vera komin lengra í hugsun og verki gagnvart samferðafólki sem býr við skerta starfsorku, að öryrkjar skuli enn búa við óöryggi varðandi umgjörð sína í lífinu, að þeir séu stöðugt afskiptir á hliðarlínunni, ekki einu sinni á varamannabekk. Viðhorf ríkisstjórnarinnar Viðhorf stjórnvalda gagnvart þátttöku öryrkja í samfélaginu kemur kannski skýrast í ljós þegar viðmót ráðuneyta er skoðað, hvaða frumkvæði einstakir ráðherrar hafa sýnt varðandi ráðningar öryrkja til starfa. Hafa ráðherrar í þessari ríkisstjórn gengið á undan með góðu fordæmi á kjörtímabilinu? Hafa ráðuneyti þeirra skilgreinda stefnu í málaflokknum? Ráðherrar áhugalausir Í fyrirspurn Oddnýju Harðardóttur þingmanns Samfylkingar til allra ráðherra fyrir nokkrum mánuðum kom staðan berlega í ljós. Í hverju ráðuneytanna starfar annaðhvort einn eða enginn starfsmaður með skerta starfsorku. Þannig hafa sem dæmi félags- og barnamálaráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra engan starfsmann í þjónustu sinni sem býr við skerta starfsorku. Ekkert af 10 ráðuneytum ríkisstjórnarinnar hefur mótað sér stefnu um að leggja skuli áherslu á ráðningar einstaklinga með skerta starfsorku. Mennta- og menningarmálaráðherra hafði ekki fyrir því að svara fyrirspurninni. Þetta segir sína sögu um viðhorfin. Frumkvæði og mannvirðing Ég tel tæpast að hægt sé að sakast við okkur þingmenn um að hafa ekki fjallað um hagsmuni öryrkja í umræðum á Alþingi. Frumkvæði að slíkri umræðu liggur alltaf hjá minnihlutanum, ekki hjá þeim sem ráða lögum og lofum í landinu. Það verður vísast óbreytt þannig og þar til við völdum tekur ríkisstjórn félagshyggju, jöfnuðar og mannvirðingar. Það er í valdi kjósenda og þeir eiga val um að snúa við blaðinu í alþingiskosningum sem fram fara í síðasta lagi í haust. Skýrsla Dr. Kolbeins Það er víðar sem fjallað er um málefni öryrkja og stöðu þeirra í samfélaginu. Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði vann t.d. nýlega fróðlega skýrslu um málefni öryrkja fyrir Öryrkjabandalagið. Í orðræðunni er gjarnan klifað á því að örorkulífeyrisþegum fjölgi hratt með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og samfélagið allt. Vaxandi kostnaður kalli svo á viðbrögð í formi róttækra breytinga á almannatryggingum og endurhæfingu. Kolbeinn bendir á það í skýrslu sinni að örorkulífeyrisþegum hafi vissulega fjölgað umtalsvert frá aldamótum, en breytingin yfir 20 ára tímabil kunni að gefa villandi mynd. Raunar hafi hægt á þessari þróun eftir 2005 og segir skýrsluhöfundur að nýjustu gögn bendi einnig til að enn frekar hafi hægt á henni frá 2017. Skýrsluhöfundur staldrar líka við þá staðhæfingu að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Það hlutfall hafi vissulega hækkað á síðastliðnum áratugum, en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega sé rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42%. Það er sérstakt og alvarlegt rannsóknarefni. Gildi samfélagsþátttöku Fjallað er um títtnefnt starfsgetumat í niðurlagi skýrslu Kolbeins. Hann metur það svo að miklu meiri áherslu eigi að leggja á almenna samfélagsþátttöku öryrkja sem nái betur til þeirra sem eru algjörlega ófærir um að taka þátt á vinnumarkaði, ekki bara að einblína á atvinnuþátttöku. Undir mikilvægi þess er sannarlega tekið að almannatryggingakerfið hvetji til virkni en letji ekki með tilheyrandi aukaverkunum. Frítekjumark öryrkja hefur t.d. staðið fast í tæplega 110 þúsund krónum á mánuði frá árinu 2010 en væri nær 200 þúsund krónum ef það hefði þróast í takt við laun. Það er eðlileg leiðrétting sem við jafnaðarmenn í Samfylkingunni höfum barist fyrir og munum gera áfram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun