Stutt svar við grein Þrastar Ólafssonar um ofanískurðarmokstur Þórarinn Lárusson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs.
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar