Nýtum sveigjanleika í skólamálum til að létta á samgöngum Indriði Stefánsson skrifar 9. febrúar 2021 11:00 Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Samgöngur Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun