Flugmenn í þjálfun keyptu fimm þúsund hótelnætur Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2021 16:55 Flugmenn æfa lendingu í einum af flughermum Icelandair. Stöð 2 Á sama tíma tíma og flugheimurinn er í djúpri lægð vegna kórónufaraldursins hefur þjálfun erlendra flugmanna í flughermum Icelandair stóraukist. Þannig sendu erlend flugfélög fimm þúsund flugmenn í þjálfun til Hafnarfjarðar í fyrra. Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Þjálfunarsetur Icelandair er á Flugvöllum í útjaðri bæjarins. Það vekur athygli okkar að á síðasta ári var helmingur þeirra flugmanna sem þangað sótti þjálfun á vegum annarra flugfélaga. „Það eru flugfélög allsstaðar að úr heiminum sem koma hérna og kaupa þjálfun hjá okkur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í fréttum Stöðvar 2, en flughermarnir eru fyrir þrjár tegundir Boeing-véla; 737, 757 og 767. Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við Boeing 737 max-flughermi.Arnar Halldórsson Meðan dregið hefur úr þjálfun flugmanna Icelandair streyma flugmenn erlendra flugfélaga í flughermana, frá löndum eins og Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Grikklandi og Bahrein. „Þannig að það er gríðarleg fjölgun í þjálfun fyrir erlend flugfélög hérna hjá okkur,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland, en svo nefnist dótturfélag Icelandair sem rekur flughermana. Skýringin á fjölguninni liggur í því að þetta eru einkum flugmenn fraktflugfélaga. „Þannig að það hefur orðið vöxtur og sprenging í því. Það spretta upp cargo-flugfélög um alla Evrópu núna til þessa að flytja vörur,“ segir Guðmundur Örn. Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training Iceland.Arnar Halldórsson Og þetta er ekki ókeypis. Klukkutíminn í flughermi kostar milli 400 og 500 dollara eða allt að 65 þúsund krónur. „Þannig að við erum að fá verulegar tekjur, nokkur hundruð milljónir, utanfrá í þetta.“ Í fyrra voru þetta fimm þúsund flugmenn, raunar 2.500 sem hver kom tvisvar, og allir þurfa gistingu. Þannig áætlar Guðmundur Örn að í fyrra hafi verið keyptar um fimm þúsund hótelnætur fyrir þá flugmenn sem komu erlendis frá í þjálfun í flughermunum. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir það hafa reynst góða ákvörðun að kaupa eigin flugherma, eins og þann sem núna nýtist við endurþjálfun Max-flugmanna. „Þessi flughermir er tveggja ára gamall og besta mögulega tækið sem hægt er að fá til þess að þjálfa flugmenn. Þannig að við stöndum einstaklega vel að vígi hvað það varðar,“ segir Haukur Reynisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Hafnarfjörður Boeing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira