Að jafna sig á erfiðleikum í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:00 Flestir hafa upplifað eitthvað í vinnunni sem þeim líður illa yfir. En þá er gott að fara í smá sjálfsvinnu til þess að okkur fari að líða betur. Vísir/Getty Við erum með alls kyns orðatiltæki um hvernig okkur eigi að líða sem best. „Að lifa í núinu,“ „að njóta,“ „lífið er núna,“ og svo framvegis. Allt er þetta gott og blessað en hvernig eigum við að jafna okkur á erfiðri reynslu í vinnunni eða jafnvel eitruðu andrúmslofti sem hefur haft áhrif á okkur? Og það sem meira er: Erum við alltaf að gera okkur grein fyrir því, hvernig erfiðleikar í vinnu hafa áhrif á okkur? Hér eru þrjú atriði sem geta hjálpað okkur. 1. Hvað gerðist? Stundum þegar okkur líður illa, eigum við erfitt með að koma því í orð hvað er að valda þessari vanlíðan. En ef okkur líður illa er það vísbending um að við þurfum að vinna úr tilfinningum. Sem dæmi um hvað getur gerst þegar að við vinnum ekki úr þessum tilfinningum, er að við endurupplifum aðstæður eða samtöl aftur og aftur. Hugurinn dvelur við það sem miður fór. Góð leið til að byrja að takast á við tilfinningarnar, er að skrifa niður hvað það er sem er að valda okkur vanlíðan. Hvað gerðist eða hvað er það í umhverfinu sem okkur finnst svona erfitt? Í þessu er gott að gefa sér tíma og leggja áherslu á að skrifa niður þær hugsanir eða tilfinningar sem fylgja því sem gerðist. 2. Lærdómurinn Annað sem gerir okkur gott er að gefa sér tíma í að velta fyrir sér, hvaða lærdóm við getum dregið af því sem gerðist. Voru til dæmis einhverjar vísbendingar sem við hefðum átt að átta okkur á? Áttum við kannski að breyta einhverju hjá okkur sjálfum til að forðast aðstæður? Eða hefði verið betra fyrir okkur ef við hefðum sjálf brugðist öðruvísi við? Einfalt dæmi úr vinnuumhverfinu okkar gæti verið tengt verkefni sem við vorum ekki nægilega vel undirbúin undir, sem síðan hafði einhverjar afleiðingar. Lærdómurinn þar væri þá að varast að slíkar aðstæður gætu komið upp aftur. 3. Fyrirgefningin Sú staða getur komið upp í vinnunni að atburður eða aðstæður, jafnvel rifrildi eða togstreita, gera það að verkum að við viljum ekki hafa samneyti við ákveðið samstarfsfólk. Algeng viðbrögð eru þá að hunsa það fólk, sýna því með hegðun að þú viljir ekkert með það hafa og að eitthvað sé „geymt en ekki gleymt.“ Fyrir sjálfan þig, skiptir hins vegar miklu máli að þú fyrirgefir viðkomandi. Aðeins þannig losar þú þig undan þeirri vanlíðan sem er að trufla þig. Að fyrirgefa er mikilvægt skref til að jafna sig á erfiðleikum þannig að þeir tilheyri fortíðinni. Að fyrirgefa kemur líka í veg fyrir að það dragi úr þér orku í hvert sinn sem þú sérð eða heyrir af þessu samstarfsfólki þínu. Í stað þess að festast í gremju eða sárindum, er gott að hugsa frekar um hvernig þú sérð framtíðina fyrir þér. Hvernig sérðu til dæmis fyrir þér að samskiptin þín og samneyti við samstarfsfólk sé almennt háttað til framtíðar? Góðu ráðin Tengdar fréttir Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19. janúar 2021 07:01 Megrunarátakið í vinnunni Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. 5. janúar 2021 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hér eru þrjú atriði sem geta hjálpað okkur. 1. Hvað gerðist? Stundum þegar okkur líður illa, eigum við erfitt með að koma því í orð hvað er að valda þessari vanlíðan. En ef okkur líður illa er það vísbending um að við þurfum að vinna úr tilfinningum. Sem dæmi um hvað getur gerst þegar að við vinnum ekki úr þessum tilfinningum, er að við endurupplifum aðstæður eða samtöl aftur og aftur. Hugurinn dvelur við það sem miður fór. Góð leið til að byrja að takast á við tilfinningarnar, er að skrifa niður hvað það er sem er að valda okkur vanlíðan. Hvað gerðist eða hvað er það í umhverfinu sem okkur finnst svona erfitt? Í þessu er gott að gefa sér tíma og leggja áherslu á að skrifa niður þær hugsanir eða tilfinningar sem fylgja því sem gerðist. 2. Lærdómurinn Annað sem gerir okkur gott er að gefa sér tíma í að velta fyrir sér, hvaða lærdóm við getum dregið af því sem gerðist. Voru til dæmis einhverjar vísbendingar sem við hefðum átt að átta okkur á? Áttum við kannski að breyta einhverju hjá okkur sjálfum til að forðast aðstæður? Eða hefði verið betra fyrir okkur ef við hefðum sjálf brugðist öðruvísi við? Einfalt dæmi úr vinnuumhverfinu okkar gæti verið tengt verkefni sem við vorum ekki nægilega vel undirbúin undir, sem síðan hafði einhverjar afleiðingar. Lærdómurinn þar væri þá að varast að slíkar aðstæður gætu komið upp aftur. 3. Fyrirgefningin Sú staða getur komið upp í vinnunni að atburður eða aðstæður, jafnvel rifrildi eða togstreita, gera það að verkum að við viljum ekki hafa samneyti við ákveðið samstarfsfólk. Algeng viðbrögð eru þá að hunsa það fólk, sýna því með hegðun að þú viljir ekkert með það hafa og að eitthvað sé „geymt en ekki gleymt.“ Fyrir sjálfan þig, skiptir hins vegar miklu máli að þú fyrirgefir viðkomandi. Aðeins þannig losar þú þig undan þeirri vanlíðan sem er að trufla þig. Að fyrirgefa er mikilvægt skref til að jafna sig á erfiðleikum þannig að þeir tilheyri fortíðinni. Að fyrirgefa kemur líka í veg fyrir að það dragi úr þér orku í hvert sinn sem þú sérð eða heyrir af þessu samstarfsfólki þínu. Í stað þess að festast í gremju eða sárindum, er gott að hugsa frekar um hvernig þú sérð framtíðina fyrir þér. Hvernig sérðu til dæmis fyrir þér að samskiptin þín og samneyti við samstarfsfólk sé almennt háttað til framtíðar?
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19. janúar 2021 07:01 Megrunarátakið í vinnunni Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. 5. janúar 2021 07:01 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að ræða erfið mál í vinnunni Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. 19. janúar 2021 07:01
Megrunarátakið í vinnunni Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. 5. janúar 2021 07:01
Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01
Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00
Kapphlaupið við tímann í vinnunni Það kannast flestir við kvíðahnútinn sem getur myndast í maganum því við erum að drepast úr stressi í vinnunni. 1. desember 2020 07:01