Ný tækifæri í smærri innlendri áfengisframleiðslu Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 16:30 Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna. Þrátt fyrir þetta eiga smærri innlendir áfengisframleiðendur enn á brattan að sækja. Þeir eru háðir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) með afkomu sína, en mikið tekjutap felst í því ef verslunin kýs að hafa ekki vörur þeirra til sölu á ákveðnum stöðum. Aukin netverslun neytenda á áfengum vörum frá erlendum netverslunum hefur einnig leitt til neikvæðra áhrifa á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda, ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum og neikvæðu áhrifum á afkomu ríkissjóðs sem fylgir slíkri netverslun. Einnig verður markaðurinn sífellt alþjóðlegri þar sem vörur frá öllum ríkjum heims hafa greiðan aðgang að innlendum markaði. Allt þetta gerir samkeppnishæfi smærri innlendra áfengisframleiðenda gagnvart stórum erlendum og innlendum framleiðendum töluvert verri en má vera. Mikilvægt er að örva innlenda framleiðslu ásamt því að tryggja aukin atvinnutækifæri um land allt. Undirritaður hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðendur með afslætti af áfengisgjaldi og leyfi fyrir sölu á framleiðslustað. Frumvarpið er lagt fram með það markmið að styðja við bakið á þessum framleiðendum, tryggja samkeppnishæfi þeirra, stuðla að auknu frelsi á markaðinum, hagstæðari verði til neytenda og auknum atvinnutækifærum um allt land. Afsláttur af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda er til þess fallinn að lækka framleiðslukostnað þeirra og með því stuðla að frekari nýsköpun ásamt því að gera þá samkeppnishæfari á markaði. Smærri innlendir áfengisframleiðendur framleiða vörur sínar í minna magni og með því er framleiðslukostnaður þeirra hærri fyrir hvert eintak en hjá stærri framleiðendum. Þessi stærðarhagkvæmi endurspeglast í verðlagningu til neytenda, en vegna þessa neyðast smærri áfengisframleiðendur að selja sínar vörur á hærra verði en þeir stærri. Með þessu er einnig stuðlað að lægri verðlagningu til neytenda, sem gerir vörur smærri innlenda áfengisframleiðanda að ákjósanlegri kost í áfengisinnkaupum. Það er ekki ásættanlegt að innlendar framleiðsluvörur kosti jafnvel þrefalt hærra heldur en innfluttar vörur í áfengisútsölustöðum landsins. Með leyfi til sölu á framleiðslustað er átt við að smærri innlendir áfengisframleiðendur geti fengið leyfi til að selja framleiðsluvörur sínar á framleiðslustað þeirra eða nærliggjandi húsnæði. Þá er salan bein og milliliðalaus, „beint frá býli“. Í dag bjóða margir smærri framleiðendur upp á skoðunar- og kynningarferðir um framleiðslustaði þeirra. Einnig hafa þeir boðið upp á smökkun á sínum vörum. Þó er smærri innlendum áfengisframleiðendum óheimilt að selja vörur sínar til einstaklinga sem sækja þá heim. Margir hafa gagnrýnt þá staðreynd, þ.e. bæði meðal neytenda og atvinnurekenda. Sem dæmi um aðila má nefna Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, sem hafa lagt fram ýmsar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta rekstrarumhverfi smærri innlendra áfengisframleiðenda á jákvæðan máta. Þessar breytingar skila sér til neytenda sem og framleiðenda. Við ætlum að styðja við bakið á smærri innlendum áfengisframleiðendum og tryggja samkeppnishæfi þeirra. Þó með ákveðnum þrepaskiptum takmörkunum með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar. Markmið frumvarpsins er ekki að fjölga skemmtistöðum eða auka áfengisneyslu, heldur að tryggja tækifæri smærri innlendra áfengisframleiðenda bæði á innlendum sem erlendum markaði. Með þessum aðferðum heldur ekki verið að finna upp hjólið, en báðar aðferðir eru viðurkenndar meðal nágrannaríkja okkar í átt að þeim markmiðum sem fram hafa komið. Aðferðirnar hafa reynst þeim vel, og þá vona ég að með samþykkt frumvarpsins á Alþingi náum við sama árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Þórarinn Ingi Pétursson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Mikil gróska hefur verið í innlendri áfengisframleiðslu síðastliðin ár, og þá sérstaklega hjá smærri innlendum framleiðendum á öli og sterku áfengi. Mikil nýsköpun og vöruþróun á sér stað innan veggja þeirra, en hefur þróun á atvinnurekstri þeirra einnig átt sér stað. Þá er sérstaklega átt við jákvæða þróun í átt að ferðaþjónustu. Einnig hafa íslenskir áfengisframleiðendur farið í ákveðna útrás, en íslensk áfengisframleiðsla hefur unnið til alþjóðlegra viðurkenninga og birst á erlendum áfengismörkuðum. Jákvæð landkynning á sér stað með slíkri útrás, en umræddir framleiðendur nýta almennt íslenska sögu og menningu við nýsköpun, þróun og markaðsetningu þeirra. Ásamt þessu hefur áhugi neytenda á innlendri áfengisframleiðslu aukist til muna. Þrátt fyrir þetta eiga smærri innlendir áfengisframleiðendur enn á brattan að sækja. Þeir eru háðir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) með afkomu sína, en mikið tekjutap felst í því ef verslunin kýs að hafa ekki vörur þeirra til sölu á ákveðnum stöðum. Aukin netverslun neytenda á áfengum vörum frá erlendum netverslunum hefur einnig leitt til neikvæðra áhrifa á samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda, ásamt þeim neikvæðu umhverfisáhrifum og neikvæðu áhrifum á afkomu ríkissjóðs sem fylgir slíkri netverslun. Einnig verður markaðurinn sífellt alþjóðlegri þar sem vörur frá öllum ríkjum heims hafa greiðan aðgang að innlendum markaði. Allt þetta gerir samkeppnishæfi smærri innlendra áfengisframleiðenda gagnvart stórum erlendum og innlendum framleiðendum töluvert verri en má vera. Mikilvægt er að örva innlenda framleiðslu ásamt því að tryggja aukin atvinnutækifæri um land allt. Undirritaður hefur lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðendur með afslætti af áfengisgjaldi og leyfi fyrir sölu á framleiðslustað. Frumvarpið er lagt fram með það markmið að styðja við bakið á þessum framleiðendum, tryggja samkeppnishæfi þeirra, stuðla að auknu frelsi á markaðinum, hagstæðari verði til neytenda og auknum atvinnutækifærum um allt land. Afsláttur af áfengisgjaldi til smærri innlenda áfengisframleiðenda er til þess fallinn að lækka framleiðslukostnað þeirra og með því stuðla að frekari nýsköpun ásamt því að gera þá samkeppnishæfari á markaði. Smærri innlendir áfengisframleiðendur framleiða vörur sínar í minna magni og með því er framleiðslukostnaður þeirra hærri fyrir hvert eintak en hjá stærri framleiðendum. Þessi stærðarhagkvæmi endurspeglast í verðlagningu til neytenda, en vegna þessa neyðast smærri áfengisframleiðendur að selja sínar vörur á hærra verði en þeir stærri. Með þessu er einnig stuðlað að lægri verðlagningu til neytenda, sem gerir vörur smærri innlenda áfengisframleiðanda að ákjósanlegri kost í áfengisinnkaupum. Það er ekki ásættanlegt að innlendar framleiðsluvörur kosti jafnvel þrefalt hærra heldur en innfluttar vörur í áfengisútsölustöðum landsins. Með leyfi til sölu á framleiðslustað er átt við að smærri innlendir áfengisframleiðendur geti fengið leyfi til að selja framleiðsluvörur sínar á framleiðslustað þeirra eða nærliggjandi húsnæði. Þá er salan bein og milliliðalaus, „beint frá býli“. Í dag bjóða margir smærri framleiðendur upp á skoðunar- og kynningarferðir um framleiðslustaði þeirra. Einnig hafa þeir boðið upp á smökkun á sínum vörum. Þó er smærri innlendum áfengisframleiðendum óheimilt að selja vörur sínar til einstaklinga sem sækja þá heim. Margir hafa gagnrýnt þá staðreynd, þ.e. bæði meðal neytenda og atvinnurekenda. Sem dæmi um aðila má nefna Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, sem hafa lagt fram ýmsar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að bæta rekstrarumhverfi smærri innlendra áfengisframleiðenda á jákvæðan máta. Þessar breytingar skila sér til neytenda sem og framleiðenda. Við ætlum að styðja við bakið á smærri innlendum áfengisframleiðendum og tryggja samkeppnishæfi þeirra. Þó með ákveðnum þrepaskiptum takmörkunum með lýðheilsusjónarmið til hliðsjónar. Markmið frumvarpsins er ekki að fjölga skemmtistöðum eða auka áfengisneyslu, heldur að tryggja tækifæri smærri innlendra áfengisframleiðenda bæði á innlendum sem erlendum markaði. Með þessum aðferðum heldur ekki verið að finna upp hjólið, en báðar aðferðir eru viðurkenndar meðal nágrannaríkja okkar í átt að þeim markmiðum sem fram hafa komið. Aðferðirnar hafa reynst þeim vel, og þá vona ég að með samþykkt frumvarpsins á Alþingi náum við sama árangri. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun