Refsiaðgerðir voru í gildi gegn landinu um árabil en þeim hafði verið aflétt eftir að herinn hóf að deila völdum í landinu með stjórnarandstöðunni með Aung San Suu Kyi í broddi fylkingar.
Nú hefur hún verið hneppt í varðhald og herlög verið sett sem eiga að gilda í ár, en herinn sakar stjórnmálamennina í landinu um víðtækt kosningasvindl eftir stórsigur þeirra í kosningum í nóvember síðastliðnum.
Sameinuðu þjóðirnar, Bretland og Evrópusambandið hafa einnig fordæmt valdaránið og Suu Kyi, sem sjálf sat í stofufangelsi frá 1989 til 2010, hefur hvatt stuðningsmenn sína til að mótmæla framferði hersins.
Sérfræðingar segja þó að ekki sé víst að hótanir Biden hafi mikil áhrif; herforingjarnir hafi meiri áhyggjur af því hvernig Kínverjar, Japanir og Suður-Kóreumenn bregðast við valdaráninu.