Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 10:05 Á þessari gervihnattamynd af El Fasher má sjá að minnsta kosti þrjá stóra blóðpolla á götum bæjarins. AP/Airbus DS Fregnir hafa borist af umfangsmiklum ódæðum eftir að borgin El Fasher í Súdan féll í hendur vígamanna Rapid Support Forces eða RSF. Vígamenn hafa birt myndbönd af sér skjóta óvopnað fólk í massavís og elta uppi, ræna og myrða fólk sem reyndi að flýja borgina við fall hennar. Þá virðast gervihnattamyndir sýna blóðbað í borginni sjálfri og eru blóðpollar sýnilegir á þeim. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað RSF-liða um margvíslega glæpi gegn mannkyninu vegna umsátursins. Sjá einnig: Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Eftir fall El Fasher birtu samtökin Humanitarian Research Lab (HRL) gervihnattamyndir sem virðast gefa til kynna að vígamenn RSF hafi gengið milli húsa og myrt fjölmarga íbúa. 🚨HUMAN SECURITY EMERGENCY🚨 El-Fasher has fallen to RSF. HRL finds evidence of mass killings including door-to-door clearance operations and objects consistent with reported bodies on berm entrapping El-Fasher.#KeepEyesOnSudan🛰️@AirbusSpace @Maxarhttps://t.co/1HApllgNL5 pic.twitter.com/yrCbM5HxeP— Humanitarian Research Lab (HRL) at YSPH (@HRL_YaleSPH) October 27, 2025 Sérfræðingar HRL segjast hafa séð mörg ummerki þjóðernishreinsana í El Fasher. Guardian hefur eftir forsvarsmanni samtakanna að umfang ódæðanna eftir að bærinn féll í hendur RSF sé í takti við þjóðarmorðið í Rúanda. Eftirlifendur segja frá ódæðum Sameinuðu þjóðirnar segja marga þeirra sem flúðu El Fasher hafa farið til borgarinnar Tawila sem er í um sextíu kílómetra fjarlægð. Þangað hafi um 650 þúsund manns flúið áður. Fólkið sem flúði El Fasher hefur sagt frá umfangsmikilum ódæðum og morðum. Fatlað fólk hafi verið myrt, þar sem það gat ekki flúið. Sambærilegar fregnir hafi borist frá öðrum bæ sem RSF-liðar tóku á dögunum. Ríkisstjórn Súdan kallaði í morgun eftir því að RSF yrðu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Leiðtogar RSF hafa stofnað eigin ríkisstjórn í héraðinu og öðrum í suðvesturhluta landsins, þar sem þeir ráða ríkjum. Stories of horror from those who escaped the city of El Fasher.According to this one testimony a Srebrenica-scenario is taking place in the city where the RSF let women and children go, but took the men away. Thousands of people are estimated to have been slaughtered.Sudan 🇸🇩 https://t.co/M6MGFrXTeJ— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 28, 2025 150 þúsund liggja í valnum Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. Sjá einnig: Börnum safnað saman og þau skotin RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ráðamenn þar hafa verið sakaðir um að styðja RSF á laun um árabil og flytja mikið magn vopna til uppreisnarmannanna, sem er bannað samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað RSF-liða um margvíslega glæpi gegn mannkyninu vegna umsátursins. Sjá einnig: Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Eftir fall El Fasher birtu samtökin Humanitarian Research Lab (HRL) gervihnattamyndir sem virðast gefa til kynna að vígamenn RSF hafi gengið milli húsa og myrt fjölmarga íbúa. 🚨HUMAN SECURITY EMERGENCY🚨 El-Fasher has fallen to RSF. HRL finds evidence of mass killings including door-to-door clearance operations and objects consistent with reported bodies on berm entrapping El-Fasher.#KeepEyesOnSudan🛰️@AirbusSpace @Maxarhttps://t.co/1HApllgNL5 pic.twitter.com/yrCbM5HxeP— Humanitarian Research Lab (HRL) at YSPH (@HRL_YaleSPH) October 27, 2025 Sérfræðingar HRL segjast hafa séð mörg ummerki þjóðernishreinsana í El Fasher. Guardian hefur eftir forsvarsmanni samtakanna að umfang ódæðanna eftir að bærinn féll í hendur RSF sé í takti við þjóðarmorðið í Rúanda. Eftirlifendur segja frá ódæðum Sameinuðu þjóðirnar segja marga þeirra sem flúðu El Fasher hafa farið til borgarinnar Tawila sem er í um sextíu kílómetra fjarlægð. Þangað hafi um 650 þúsund manns flúið áður. Fólkið sem flúði El Fasher hefur sagt frá umfangsmikilum ódæðum og morðum. Fatlað fólk hafi verið myrt, þar sem það gat ekki flúið. Sambærilegar fregnir hafi borist frá öðrum bæ sem RSF-liðar tóku á dögunum. Ríkisstjórn Súdan kallaði í morgun eftir því að RSF yrðu skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Leiðtogar RSF hafa stofnað eigin ríkisstjórn í héraðinu og öðrum í suðvesturhluta landsins, þar sem þeir ráða ríkjum. Stories of horror from those who escaped the city of El Fasher.According to this one testimony a Srebrenica-scenario is taking place in the city where the RSF let women and children go, but took the men away. Thousands of people are estimated to have been slaughtered.Sudan 🇸🇩 https://t.co/M6MGFrXTeJ— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 28, 2025 150 þúsund liggja í valnum Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. Sjá einnig: Börnum safnað saman og þau skotin RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Ráðamenn þar hafa verið sakaðir um að styðja RSF á laun um árabil og flytja mikið magn vopna til uppreisnarmannanna, sem er bannað samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira