Reikningskúnstir Reykjavíkur vegna Óðinstorgs Vigdís Hauksdóttir skrifar 1. febrúar 2021 15:00 Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. Verkefnið „Óðinstorg“ kostaði 657 milljónir í heild sem skiptist á milli Reykjavíkurborgar að upphæð 474 milljónir og Veitur greiddu 183 milljónir. Samkvæmt svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna sem barst borgarráði 2. desember 2019 var áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkur samkvæmt svari umhverfis- og skipulagssviðs við endurnýjun Óðinstorgs, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs er 330 milljónir króna að meðtöldum hitalögnum og kostnaði vegna fornleifa. Nákvæmlega ári síðar eða þann 5. desember 2020 var kostnaðurinn kominn í heild sinni upp í 657 milljónirmeð kostnaði Veitna. Á einu ári hækkaði kostnaðurinn um 327 milljónir. Þegar fundargerðir umhverfis og skipulagsráðs eru skoðaðar þá er ekki að finna leyfi eða upplýsingar um þær umfangsmiklu framkvæmdir sem búið er að framkvæma. Hver gaf leyfi fyrir þessum framkvæmdum? Á fundi ráðsins 21. mars 2018 er ákveðið að breyta Týsgötu, Þórsgötu og Óðinsgötu í einstefnugötur út frá Óðinstorgi, bílastæði Þórsgötu verði fellt niður og stöðubann sett. Ekkert minnst á rask á götum – enda einfalt að setja upp ofanjarðar tálmanir til að búa til einstefnu. Á fundi ráðsins 6. júní 2018 er Óðinstorg aftur á dagskrá og samþykkt að skilgreina borgartorg á skilgreindu svæði við Óðinstorg þar sem bílastæði eru í dag og fella niður lóðina 8a við Týsgötu sem verður hluti af nýja torginu. Á þessum fundargerðum má sjá að allt snerist um Óðinstorg og bara Óðinstorg. Þarna var búið að tryggja fjárheimildir fyrir 105 milljónir í torgið. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Það sem gerist síðan í framhaldinu að farið var í að umróta öllu svæðinu í kringum Óðinstorg, leggja nýjar gangstéttir og rífa upp götur að því virðist vera algjörlega heimildalaust, sjá mynd. Heimildirnar sem veittar voru – voru að gera götunar að einstefnu götum. Það var allt of sumt. Hver tók ákvörðun um að víkka framkvæmdir við Óðinstorg í allar áttir með snjóbræðslukerfi svo dæmi sé tekið? Voru kjörnir fulltrúar blekktir? Þessar staðreyndir hafa valdið deilum og misskilningi og hafa kallað á gríðarlegar eftiráskýringar borgarstjóra og borgarfulltrúa í meirihlutanum sem byggjast á svari borgarinnar sem byggir á svarinu frá 5. desember 2019 og finna má ofar í greininni. Kostnaðurinn er sundurliðaður eftir verkum. Gott og vel. Reikningskúnstirnar sem finna má í framhaldinu eru ævintýralegar. Heildarkostnaði var skipt niður á verkhluta. Með öðrum orðum kostnaði var skipt jafnt út. Líka hönnunarkostnaði upp á tæpar 60 milljónir. Kostnaðurinn er fenginn með að deila 474.192.039 kr. með 5.280 m2 til að fá verð pr. fermetara á framkvæmdasvæðinu. Fermeterinn leggur sig á tæpar 90.000 kr. og það er sama verð fyrir dýrt sérhannað Óðinstorg eins og gangstétt. Síðan er fermetraverðið margfaldað með stærð Óðinstorgs sem er 675 m2 og þannig kemur kostnaður Óðinstorgs út á rúmar 60 milljónir. Allt heiðarlegt fólk hlýtur að sjá að þessar reikningskúnstir ganga ekki upp og ljóst er að fermetraverð á svona fínu torgi er margfaldur á við einfalda gangstétt. Krafan er núna sú að borgarstjóri upplýsi um raunverulegan kostnað við torgið, ellegar að innri endurskoðandi taki málið til skoðunar. Reykvíkingar eiga rétt á því að vita hvað framkvæmdir við Óðinstorg raunverulega kostuðu. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun