Stefnuleysi í málefnum stóriðju ekki í boði Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. janúar 2021 15:30 Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar