Körfubolti

NBA dagsins: Rosa­leg frammi­staða Young og sigling Utah heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trae Young var frábær í nótt. Hann var lykillinn í sigri Atlanta.
Trae Young var frábær í nótt. Hann var lykillinn í sigri Atlanta. Jonathan Newton/Getty

Það var nóg um að vera í NBA körfuboltanum í nótt. Tíu leikir fóru fram og hér að neðan má sjá helstu tilþrif næturinnar sem og það helsta úr leik Milwaukee og New Orleans annars vegar sem og Atlanta og Washington.

Utah vann ellefta leikinn í röð í nótt er þeir höfðu betur gegn Dallas á heimavelli. Þeir eru á fljúgandi siglingu og fátt virðist fá þá stöðvað. 25 stig frá Luka Doncic dugði ekki til gegn 32 Bojan Bogdanovic hjá Utah.

Nikola Jokic var magnaður fyrir Denver gegn San Antonio í nótt. Það dugði hins vegar ekki til. Jokic gerði 35 stig og tók tíu fráköst en Denver tapaði að endingu með tíu stiga mun, 119-109.

Einu sinni sem oftar var það Giannis Antetokounmpo sem dró vagninn fyrir Milwaukee. Hann skoraði 38 stig og tók ellefu fráköst er Milwaukee tapaði naumlega egn New Orleans á útivelli, 126-131.

Í Washington bauð Trae Young upp á stórleik. Hann gerði 41 stig og það dugði til sigurs gegn Russel Westbrook og félögum í Washington, lokatölur 116-100.

Klippa: NBA dagsins - 30. janúar

Leikir næturinnar:

Atlanta - Washington 116-100

Indiana - Charlotte 105-108

Milwaukee - New Orleans 126-131

Cleveland - New York 81-102

Sacramento - Toronto 126-124

Philadelphia - Minnesota 118-94

LA Clippers - Orlando 116-90

Brooklyn - Oklahoma City 147-125

Denver - San Antonio 109-119

Dallas - Utah 101-102


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×