Í dag varð heimurinn öruggari Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. janúar 2021 08:30 Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Hernaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar