Zlatan snéri aftur í Seria A með látum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan og strákarnir fagna.
Zlatan og strákarnir fagna. EPA-EFE/FABIO MURRU

Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði mörk AC Milan sem er með þriggja stiga forystu á granna sína í Inter eftir 2-0 sigur á Cagliari í ítalska boltanum í kvöld.

Zlatan Ibrahimovic var í fyrsta sinn í byrjunarliði AC Milan í deildinni síðan 22. nóvember en hann hefur verið á meiðslalistanum og spilaði svo fimm mínútur í síðasta deildarleik er hann kom inn af bekknum.

Zlatan skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á sjöundu mínútu en ekki voru fleiru mörk skoruð í fyrri hálfleik. Zlatan tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar eftir undirbúning Davide Calabria.

Alexis Saelemaekers, leikmaður AC Milan, kom inn á sem varamaður á 66. mínútu. Hann fékk gult spjald tveimur mínútum síðar og á 74. mínútu fékk hann sitt annað gula spjald og þar með sendur í sturtu. Hörmuleg innkoma.

Mörkin urðu ekki fleiri og AC Milan er á toppi deildarinnar með 43 stig, þremur stigum á eftir Inter. Cagliari er í sautjánda sætinu með fjórtán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira