Tökum uppbyggilegt samtal um skólastarf Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:32 Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun