Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 08:57 Norwegian hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum síðustu mánuði, líkt og önnur flugfélög. EPA/TOMS KALNINS Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum. Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum.
Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53