Körfubolti

Curry og LeBron í bana­stuði | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var léttur í LA í nótt. Hann fór líka á kostum.
LeBron var léttur í LA í nótt. Hann fór líka á kostum. Sean M. Haffey/Getty Images

Stórskytturnar LeBron James og Steph Curry voru í miklu stuði í NBA körfuboltanum í nótt. LeBron var stigahæstur í sigri Lakers gegn Chicago og Curry skoraði flest stig Golden State í sigri á Clippers.

Lebron James gerði 28 stig og gaf sjö stoðsendingar er Lakers vann nauman sigur, 117-115, á Chicago í nótt. Zach LaVine skoraði 38 stig fyrir Chicago en spennan var mikil undir lokin. Lakers er á toppi vesturdeildarinnar.

Boston Celtic er á hvínandi signing í austrinu en þeir unnu fjórða leik sinn í röð í nótt er þeir höfðu betur gegn Washington, 116-107. Boston hefur unnið sjö af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni og einungis Indiana og Philadelphia hafa gert betur.

Steph Curry tryggði Golden State sinn fimmta sigur í fyrstu níu leikjunum er Warriors unnu tíu stiga sigur á LA Clippers, 115-105. Curry var allt í öllu hjá Golden State; skoraði 38 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Paul George gerði 25 fyrir Clippers.

Giannis Antetokounmpo, gríska fríkið, gerði 35 stig fyrir Milwaukee sem tapaði þó fyrir Utah á heimavelli, 118-131. Donovan Mitchell var stigahæstur hjá Utah með 32 stig en bæði lið eru með fimm sigra í fyrstu níu leikjunum.

Öll úrslit næturinnar:

Phoenix - Detroit 105-110 (eftir framlengingu)

Washington - Boston 107-116

Charlotte - New Orleans 118-110

Oklahoma - New York 101-89

Orlando - Houston 90-132

Utah - Milwaukee 131-118

Brooklyn - Memphis 110-115

LA Clippers - Golden State 105-115

Chicago - LA Lakers 115-117

Toronto - Sacramento 144-123


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×