Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Jón Þór Þorvaldsson skrifar 7. janúar 2021 15:00 Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Við uppsögn flugmannanna gaf framkvæmdastjóri Bláfugls út þá yfirlýsingu að hér eftir yrðu einungis „sjálfstætt starfandi flugmenn” starfandi hjá Bláfugli, en með því er í raun átt við gerviverktöku og félagsleg undirboð. Kjaraviðræður hafa átt sér stað milli Bláfugls og FÍA undanfarna mánuði en fyrr á árinu hafði kjarasamningur flugmanna verið framlengdur vegna Covid-19. Gangur í viðræðunum var góður og komu uppsagnir bæði flugmönnum og FÍA verulega á óvart þar sem Bláfugl, sem eingöngu flýgur með frakt, hefur hagnast vel í heimsfaraldrinum. Styðja SA uppsagnir vegna stéttarfélagsaðildar? Með uppsögninni er brotið gróflega gegn ákvæðum kjarasamnings sem er í gildi og er undirritaður af báðum aðilum. Samtök atvinnulífsins hafa setið í samninganefnd við FÍA fyrir hönd Bláfugls og virðast styðja aðgerðir félagsins. Afstaða samtakanna kemur verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Er það virkilega svo að SA samþykki þau vinnubrögð fyrirtækja að segja upp fólki vegna stéttarfélagsaðildar? FÍA kallar eftir því að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn aðgerðum Bláfugls og stuðli að því að uppsagnir flugmanna verði tafarlaust dregnar til baka. Gerviverktaka er ógn við flugöryggi Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki lagaleg skilyrði fyrir verktöku. Verktaki sem býr við lítið sem ekkert starfsöryggi og nýtur engra félagslegra réttinda starfar undir ægivaldi verkkaupa. Hann á hvorki orlofs- né veikindarétt og stendur því uppi án greiðslna tilkynni hann sig veikan eða óhæfan til vinnu af öðrum sökum. Rannsóknir sýna auk þess ítrekað að gerviverktaka og félagsleg undirboð eru alvarleg ógn við flugöryggi, en þar fljúga flugmenn jafnvel örþreyttir eða veikir af ótta við atvinnumissi og eða refsingar. Bláfugl hefur notast við starfsmannaleigu sem heitir Confair Consultancy BV. Starfsmannaleiga sem er ekki, og hefur aldrei verið, skráð hjá Vinnumálastofnun eins og lög gera ráð fyrir, þrátt fyrir fullyrðingar Bláfugls um annað. Slíkt er gert til að komast hjá því að greiða skatta og launatengd gjöld, en einnig til að eiga auðveldara um vik með félagsleg undirboð sem vitaskuld eru ólögleg. Eru dagar baráttu launafólks taldir? Ef slík framkoma gegn launafólki og löglegum stéttarfélögum, eins og er að eiga sér stað gagnvart flugmönnum Bláfugls, er látin viðgangast er ljóst að dagar baráttu launafólks hér á landi eru taldir. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem gæta eiga hagsmuna fólksins við þessum ráðstöfunum. F.h. stjórnar FÍA Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er formaður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Sjá meira
Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. Við uppsögn flugmannanna gaf framkvæmdastjóri Bláfugls út þá yfirlýsingu að hér eftir yrðu einungis „sjálfstætt starfandi flugmenn” starfandi hjá Bláfugli, en með því er í raun átt við gerviverktöku og félagsleg undirboð. Kjaraviðræður hafa átt sér stað milli Bláfugls og FÍA undanfarna mánuði en fyrr á árinu hafði kjarasamningur flugmanna verið framlengdur vegna Covid-19. Gangur í viðræðunum var góður og komu uppsagnir bæði flugmönnum og FÍA verulega á óvart þar sem Bláfugl, sem eingöngu flýgur með frakt, hefur hagnast vel í heimsfaraldrinum. Styðja SA uppsagnir vegna stéttarfélagsaðildar? Með uppsögninni er brotið gróflega gegn ákvæðum kjarasamnings sem er í gildi og er undirritaður af báðum aðilum. Samtök atvinnulífsins hafa setið í samninganefnd við FÍA fyrir hönd Bláfugls og virðast styðja aðgerðir félagsins. Afstaða samtakanna kemur verulega á óvart, sérstaklega í ljósi þess að SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Er það virkilega svo að SA samþykki þau vinnubrögð fyrirtækja að segja upp fólki vegna stéttarfélagsaðildar? FÍA kallar eftir því að Samtök atvinnulífsins beiti sér gegn aðgerðum Bláfugls og stuðli að því að uppsagnir flugmanna verði tafarlaust dregnar til baka. Gerviverktaka er ógn við flugöryggi Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki lagaleg skilyrði fyrir verktöku. Verktaki sem býr við lítið sem ekkert starfsöryggi og nýtur engra félagslegra réttinda starfar undir ægivaldi verkkaupa. Hann á hvorki orlofs- né veikindarétt og stendur því uppi án greiðslna tilkynni hann sig veikan eða óhæfan til vinnu af öðrum sökum. Rannsóknir sýna auk þess ítrekað að gerviverktaka og félagsleg undirboð eru alvarleg ógn við flugöryggi, en þar fljúga flugmenn jafnvel örþreyttir eða veikir af ótta við atvinnumissi og eða refsingar. Bláfugl hefur notast við starfsmannaleigu sem heitir Confair Consultancy BV. Starfsmannaleiga sem er ekki, og hefur aldrei verið, skráð hjá Vinnumálastofnun eins og lög gera ráð fyrir, þrátt fyrir fullyrðingar Bláfugls um annað. Slíkt er gert til að komast hjá því að greiða skatta og launatengd gjöld, en einnig til að eiga auðveldara um vik með félagsleg undirboð sem vitaskuld eru ólögleg. Eru dagar baráttu launafólks taldir? Ef slík framkoma gegn launafólki og löglegum stéttarfélögum, eins og er að eiga sér stað gagnvart flugmönnum Bláfugls, er látin viðgangast er ljóst að dagar baráttu launafólks hér á landi eru taldir. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem gæta eiga hagsmuna fólksins við þessum ráðstöfunum. F.h. stjórnar FÍA Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er formaður FÍA, Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun