Juventus hafði betur í stórleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og félagar fagna einu af þremur mörkum Juventus í kvöld.
Ronaldo og félagar fagna einu af þremur mörkum Juventus í kvöld. Daniele Badolato/Getty

Juventus minnkaði forskot AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í röð er þeir ríkjandi meistararnir höfðu betur, 1-3, er liðin mættust á San Siro í kvöld.

Federico Chiesa kom Juventus yfir á sextándu mínútu en hann var þar með að skora annan leikinn í röð. Davide Calabria náði þó að jafna fyrir hlé.

Chiesa var aftur á ferðinni á 62. mínútu og aftur var það Paulo Dybala sem lagði upp mark hans. Juventus komið í góða stöðu.

Góð staða gestanna varð enn betri á 76. mínútu er Weston McKennie skoraði þriðja mark Juventus og þar við sat. Lokatölur 3-1.

Juventus er komið í fjórða sætið eftir sigurinn. Þeir eru með 30 stig eftir fimmtán leiki en AC Milan er á toppnum með 37 stig eftir sextán leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira