Rannsaka „óábyrga“ auglýsingaherferð Ryanair Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2021 21:59 Flugfélagið er farið að auglýsa flug fyrir sumarið. Joris Verwijst/Getty Auglýsingamálastofnun Bretlands hafa borist kvartanir vegna auglýsinga flugfélagsins Ryanair, þar sem fólk er hvatt til ferðalaga í ljósi bólusetninga þar í landi. Flestir þeir sem kvarta telja auglýsingarnar villandi og „óábyrgar“ og að þær geri lítið úr áhrifum faraldursins. Stofnunin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn. Á vefsíðu flugfélagsins má sjá mynd af sprautu og bóluefnaflösku og á meðal slagorða voru „Bókaðu sumar“, „Bóluefnin eru að koma“ og það síðasta, sem mætti þýða á íslensku sem: „Stunga og stokkið af stað“ (e. Jab & go). Auglýsing Ryanair hefur farið misvel í fólk.Ryanair Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn, en á sama tíma hefur smitum farið fjölgandi og tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Þá hefur nýtt afbrigði kórónuveirunnar einnig gert illt verra, en það er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Kvartanirnar telja hátt í tvö þúsund og hefur formleg rannsókn verið hafin samkvæmt CNN. Talsmaður stofnunarinnar segir að mörgum hafi þótt auglýsingaherferðin gefa til kynna að faraldrinum yrði lokið í vor og ferðatakmörkunum aflétt sömuleiðis, á sama tíma og staðan væri grafalvarleg í Bretlandi. Fréttir af flugi Bólusetningar Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á vefsíðu flugfélagsins má sjá mynd af sprautu og bóluefnaflösku og á meðal slagorða voru „Bókaðu sumar“, „Bóluefnin eru að koma“ og það síðasta, sem mætti þýða á íslensku sem: „Stunga og stokkið af stað“ (e. Jab & go). Auglýsing Ryanair hefur farið misvel í fólk.Ryanair Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn, en á sama tíma hefur smitum farið fjölgandi og tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Þá hefur nýtt afbrigði kórónuveirunnar einnig gert illt verra, en það er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði. Kvartanirnar telja hátt í tvö þúsund og hefur formleg rannsókn verið hafin samkvæmt CNN. Talsmaður stofnunarinnar segir að mörgum hafi þótt auglýsingaherferðin gefa til kynna að faraldrinum yrði lokið í vor og ferðatakmörkunum aflétt sömuleiðis, á sama tíma og staðan væri grafalvarleg í Bretlandi.
Fréttir af flugi Bólusetningar Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15 Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. 5. janúar 2021 14:15
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28
Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27