Körfubolti

Segir Isiah Thomas næstbesta leikstjórnanda sögunnar þótt hann hati hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Isiah Thomas og Michael Jordan voru og eru svarnir fjendur.
Isiah Thomas og Michael Jordan voru og eru svarnir fjendur. vísir/getty

Þótt Michael Jordan þoli ekki Isiah Thomas viðurkennir að hann að hann hafi verið frábær leikmaður.

Heimildaþættirnir „The Last Dance“ hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar er m.a. fjallað um rimmur Jordan og félaga í Chicago Bulls og Detriot Pistons þar sem Thomas var aðalmaðurinn.

Hatrið á milli liðanna var gagnkvæmt og miðað við ummæli fyrrverandi leikmanna í „The Last Dance“ ristir það enn djúpt.

En þótt Jordan hafi lítið álit á manneskjunni Isiah Thomas virðir hann leikmanninn Isiah Thomas.

„Ég ber virðingu fyrir hæfileikum Isiah Thomas. Fyrir mér er Magic Johnson besti leikstjórnandi allra tíma. Þar á eftir kemur Isiah Thomas,“ sagði Jordan.

„Skiptir ekki máli hversu mikið ég hata hann. Ég ber virðingu fyrir honum,“ bætti Jordan við.

Á dögunum sagði Thomas að Jordan væri ekki nema fjórði besti leikmaðurinn sem hann mætti á ferlinum. Hann taldi Kareem Abdul-Jabbar, Larry Bird og Magic Johnson vera Jordan fremri.

Detroit sló Chicago út úr úrslitakeppninni þrjú ár í röð (1988-90). Jordan og félagar unnu loks Detroit 1991. Áður en lokaleikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar kláraðist gengu Thomas og samherjar hans úr salnum.

Jordan kom svo í veg fyrir að Thomas yrði valinn í landslið Bandaríkjanna fyrir Ólympíuleikana í Barcelona 1992, hið svokallaða Draumalið.

Thomas og félagar í Detroit urðu NBA-meistarar 1989 og 1990 en Jordan og félagar í Chicago tóku svo við keflinu og unnu sex af næstu átta titlum.

NBA

Tengdar fréttir

Charles Barkley sagði sögur af Michael Jordan

Allir eru að rifja upp sögur af Michael Jordan í tilefni af því heimildaþættirnir "The Last Dance" hafa slegið í gegn og Charles Barkley er þar engin undantekning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×