Berbatov þvertekur fyrir leti Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 12:00 Dimitar Berbatov var ekki alltaf á fullri ferð en hann kunni að skora mörk. vísir/getty Dimitar Bertatov þvertekur fyrir að hafa verið latur fótboltamaður. Hann hafi ef til vill virst letilegur í leikjum með Tottenham og Manchester United en það hafi verið til að gabba varnarmenn. Berbatov, sem skoraði 94 mörk í 229 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, var í spjalli á útvarpsrás BBC spurður út í gagnrýni þess efnis að hann legði ekki nógu hart að sér í leikjum. Væri hreinlega latur. „Það er mismunandi hvernig menn horfa á leikinn og spila hann. Það sem var sérstakt hjá mér var að mönnum sýndist að ég væri ekki alveg inni í leiknum en á sama tíma var ég að grandskoða völlinn til að sjá stöður þar sem ég gæti verið á réttu augnabliki. Þetta gerði ég til að ég gæti verið með smá pláss á réttum tíma, svo ég gæti fengið boltann án þess að varnarmaður væri í bakinu á mér. Þegar ég fæ svona tíma og pláss á ég auðveldara með að ákveða hvert ég vil setja boltann,“ sagði Berbatov. „Sumt fólk skilur þetta ekki, en ef að maður er klókur í hausnum, jafnvel þó að maður sé hægfara, þá getur maður verið fljótur. Maður getur staðsett sig rétt og gert meira gagn fyrir liðið sitt,“ sagði Berbatov. „Ef að við ættum að raða leikmönnum Tottenham-liðsins eftir því hver hlypi mest þá væru Jermaine [Jenas] og [Robbie] Keane efstir á blaði, svo restin af liðinu, og loks ég. En ég var að hlaupa í huganum. Og ef ég sá leikmann í betri stöðu þá gaf ég boltann alltaf. Engin eigingirni. Við vinnum eða töpum saman,“ sagði Berbatov, og kvaðst skilja að fólki gæti þótt leikstíll hans undarlegur. „Þetta er kannski skrýtið en í öllum liðum sem ég hef verið í hefur það verið þannig að stuðningsmenn og leikmenn skilja kannski ekki alveg hvernig ég spila, og eru svolítið hræddir við það. Svona eins og að ég sé ekki að hjálpa nógu mikið eða sé nógu góður fyrir liðið. En þetta venst því fólk sér að þetta getur skilað góðum úrslitum,“ sagði Berbatov. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Dimitar Bertatov þvertekur fyrir að hafa verið latur fótboltamaður. Hann hafi ef til vill virst letilegur í leikjum með Tottenham og Manchester United en það hafi verið til að gabba varnarmenn. Berbatov, sem skoraði 94 mörk í 229 leikjum í ensku úrvalsdeildinni, var í spjalli á útvarpsrás BBC spurður út í gagnrýni þess efnis að hann legði ekki nógu hart að sér í leikjum. Væri hreinlega latur. „Það er mismunandi hvernig menn horfa á leikinn og spila hann. Það sem var sérstakt hjá mér var að mönnum sýndist að ég væri ekki alveg inni í leiknum en á sama tíma var ég að grandskoða völlinn til að sjá stöður þar sem ég gæti verið á réttu augnabliki. Þetta gerði ég til að ég gæti verið með smá pláss á réttum tíma, svo ég gæti fengið boltann án þess að varnarmaður væri í bakinu á mér. Þegar ég fæ svona tíma og pláss á ég auðveldara með að ákveða hvert ég vil setja boltann,“ sagði Berbatov. „Sumt fólk skilur þetta ekki, en ef að maður er klókur í hausnum, jafnvel þó að maður sé hægfara, þá getur maður verið fljótur. Maður getur staðsett sig rétt og gert meira gagn fyrir liðið sitt,“ sagði Berbatov. „Ef að við ættum að raða leikmönnum Tottenham-liðsins eftir því hver hlypi mest þá væru Jermaine [Jenas] og [Robbie] Keane efstir á blaði, svo restin af liðinu, og loks ég. En ég var að hlaupa í huganum. Og ef ég sá leikmann í betri stöðu þá gaf ég boltann alltaf. Engin eigingirni. Við vinnum eða töpum saman,“ sagði Berbatov, og kvaðst skilja að fólki gæti þótt leikstíll hans undarlegur. „Þetta er kannski skrýtið en í öllum liðum sem ég hef verið í hefur það verið þannig að stuðningsmenn og leikmenn skilja kannski ekki alveg hvernig ég spila, og eru svolítið hræddir við það. Svona eins og að ég sé ekki að hjálpa nógu mikið eða sé nógu góður fyrir liðið. En þetta venst því fólk sér að þetta getur skilað góðum úrslitum,“ sagði Berbatov.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira