Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook? Þórir Guðmundsson skrifar 3. maí 2020 08:00 Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna Google og Facebook orðið til við það að búa til söluvettvang, sem milljónir manna nota, án þess að vera með nokkra efnisframleiðslu sjálfir. Milljónir manna deila myndum og textum á netinu í gegnum stafrænan vettvang sem hefur þann megintilgang að koma auglýsingum til skila til sömu milljóna manna. Stór hluti af því efni sem þannig er deilt er ritstjórnarefni sem fréttamenn um allan heim framleiða. Á bak við um 150 fréttir og greinar sem birtast á Vísi daglega eru ótaldar vinnustundir fagfólks sem aflar fréttanna, vinnur þær og birtir. Kroc deildi ágóðanum Munurinn á Google/Facebook og McDonalds er sá að Ray Kroc deildi hluta ágóðans með eigendum útibúanna, sem steiktu hamborgarana og seldu þá almenningi. Google og Facebook deila engu með neinum heldur gleypa auglýsingabitann með húð og hári. Þeir greiða ekki fyrir efnið og þeir borga ekki til þjóðfélagsins þar sem þeir eiga sín viðskipti. Þetta er auðvitað tær snilld. Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og víðar sætta sig ekki við þessa snilld og hafa hafið gagnsókn. Hún miðar bæði að því að netrisarnir borgi sanngjarnt afgjald til efnisframleiðendanna – einkum fréttastofa sem leggja í töluverðan kostnað við að koma upplýsingum til almennings – og að setja almennar leikreglur um starfsemi risanna. Skekkja á markaði frétta Árið 2018 voru tekjur Google vegna birtinga frétta, eingöngu, áætlaðar í kringum 4,7 milljarða bandaríkjadollara, sem nálgast heildartekjur íslenska ríkisins á því sama ári. Upphæðin er líka mjög nálægt heildarauglýsingatekjum stafrænna fjölmiðla í Bandaríkjunum árið 2018. Og þetta eru eingöngu tekjur Google af leitarvélinni og Google News, ekki YouTube (sem Google á) og ekki af Facebook eða Instagram (sem Facebook á) eða tekjur hinna minni risanna af birtingu frétta. Og hvaða máli skiptir það? Skekkja í tekjustreymi á markaði frétta skiptir öllu máli, ekki bara um framtíð eins geira viðskiptalífsins heldur um lýðræði, mannréttindi og upplýsta umræðu. Frjálsir fjölmiðlar eru undirstaða lýðræðis en þeir hafa undanfarið farið halloka í samkeppni við ofurvöxt netrisanna, sem ráða lögum og lofum í hinum stafræna heimi eins og hann snýr að almenningi. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, hefur leitt baráttuna gegn ofurvaldi netrisanna á stafrænum markaði.Thierry Monasse/Getty Images Fyrir réttu ári samþykkti Evrópusambandið tilskipun sem gerir aðildarríkjum að innleiða lög sem meðal annars eiga að knýja netrisana til að semja við útgefendur um skiptingu tekna af fréttaefni sem netrisarnir deila til sinna viðskiptavina. Frakkar hafa þegar sett slík lög og fyrir þremur vikum skipaði franska samkeppniseftirlitið Google að semja við útgefendur um skiptingu tekna af birtingu frétta fyrir 9. júlí næstkomandi. Lítill vafi leikur á því að þessi tilskipun ESB verður síðar innleidd í EES samninginn og mun þá ná til Íslands. Með öðrum orðum, þá munu Google, Facebook og allir hinir risarnir þurfa að semja við íslenska fréttamiðla líkt og alla aðra annars staðar í Evrópu. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir því að tekjur af birtingu íslenskra frétta á samfélagsmiðlum fari að renna til íslenskra fréttamiðla eftir einhver ár, kannski þrjú til fimm. Tímabundinn stuðningur Fyrir marga útgefendur, sem berjast í bökkum með sína fjölmiðlastarfsemi nú þegar, eru þrjú til fimm ár heil eilífð. Þess vegna skiptir fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra svo miklu máli. Í því er tekið fram að styðja eigi við „útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni auk þess að styðja við málstefnu stjórnvalda með því að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundinn stuðning…“(áhersla mín). Ákvæðið um tímabundinn stuðning er undirstöðuatriði í þessu öllu saman. Annars staðar á Norðurlöndum virðist vera sátt um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla til langframa. Hér á landi er miklu almennari skoðun að fréttaútgáfa eigi einfaldlega að standa sig á markaði. Rökin fyrir stuðningi við fréttaútgáfu eru þess vegna þau að hann sé nauðsynlegur á meðan markaðurinn virkar ekki með eðlilegum hætti. Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að það misgengi, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir. Þá verður tímabundna ástandið sem frumvarpið byggir á yfirstaðið. Fyrir aðþrengda íslenska fjölmiðla, sem nú kljást við tekjufall vegna kórónuveirufaraldurs í ofanálag, er hins vegar er óvíst hvort það gerist í tæka tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Þórir Guðmundsson Facebook Google Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna Google og Facebook orðið til við það að búa til söluvettvang, sem milljónir manna nota, án þess að vera með nokkra efnisframleiðslu sjálfir. Milljónir manna deila myndum og textum á netinu í gegnum stafrænan vettvang sem hefur þann megintilgang að koma auglýsingum til skila til sömu milljóna manna. Stór hluti af því efni sem þannig er deilt er ritstjórnarefni sem fréttamenn um allan heim framleiða. Á bak við um 150 fréttir og greinar sem birtast á Vísi daglega eru ótaldar vinnustundir fagfólks sem aflar fréttanna, vinnur þær og birtir. Kroc deildi ágóðanum Munurinn á Google/Facebook og McDonalds er sá að Ray Kroc deildi hluta ágóðans með eigendum útibúanna, sem steiktu hamborgarana og seldu þá almenningi. Google og Facebook deila engu með neinum heldur gleypa auglýsingabitann með húð og hári. Þeir greiða ekki fyrir efnið og þeir borga ekki til þjóðfélagsins þar sem þeir eiga sín viðskipti. Þetta er auðvitað tær snilld. Stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og víðar sætta sig ekki við þessa snilld og hafa hafið gagnsókn. Hún miðar bæði að því að netrisarnir borgi sanngjarnt afgjald til efnisframleiðendanna – einkum fréttastofa sem leggja í töluverðan kostnað við að koma upplýsingum til almennings – og að setja almennar leikreglur um starfsemi risanna. Skekkja á markaði frétta Árið 2018 voru tekjur Google vegna birtinga frétta, eingöngu, áætlaðar í kringum 4,7 milljarða bandaríkjadollara, sem nálgast heildartekjur íslenska ríkisins á því sama ári. Upphæðin er líka mjög nálægt heildarauglýsingatekjum stafrænna fjölmiðla í Bandaríkjunum árið 2018. Og þetta eru eingöngu tekjur Google af leitarvélinni og Google News, ekki YouTube (sem Google á) og ekki af Facebook eða Instagram (sem Facebook á) eða tekjur hinna minni risanna af birtingu frétta. Og hvaða máli skiptir það? Skekkja í tekjustreymi á markaði frétta skiptir öllu máli, ekki bara um framtíð eins geira viðskiptalífsins heldur um lýðræði, mannréttindi og upplýsta umræðu. Frjálsir fjölmiðlar eru undirstaða lýðræðis en þeir hafa undanfarið farið halloka í samkeppni við ofurvöxt netrisanna, sem ráða lögum og lofum í hinum stafræna heimi eins og hann snýr að almenningi. Margrethe Vestager, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, hefur leitt baráttuna gegn ofurvaldi netrisanna á stafrænum markaði.Thierry Monasse/Getty Images Fyrir réttu ári samþykkti Evrópusambandið tilskipun sem gerir aðildarríkjum að innleiða lög sem meðal annars eiga að knýja netrisana til að semja við útgefendur um skiptingu tekna af fréttaefni sem netrisarnir deila til sinna viðskiptavina. Frakkar hafa þegar sett slík lög og fyrir þremur vikum skipaði franska samkeppniseftirlitið Google að semja við útgefendur um skiptingu tekna af birtingu frétta fyrir 9. júlí næstkomandi. Lítill vafi leikur á því að þessi tilskipun ESB verður síðar innleidd í EES samninginn og mun þá ná til Íslands. Með öðrum orðum, þá munu Google, Facebook og allir hinir risarnir þurfa að semja við íslenska fréttamiðla líkt og alla aðra annars staðar í Evrópu. Gangi þetta eftir má gera ráð fyrir því að tekjur af birtingu íslenskra frétta á samfélagsmiðlum fari að renna til íslenskra fréttamiðla eftir einhver ár, kannski þrjú til fimm. Tímabundinn stuðningur Fyrir marga útgefendur, sem berjast í bökkum með sína fjölmiðlastarfsemi nú þegar, eru þrjú til fimm ár heil eilífð. Þess vegna skiptir fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra svo miklu máli. Í því er tekið fram að styðja eigi við „útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni auk þess að styðja við málstefnu stjórnvalda með því að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundinn stuðning…“(áhersla mín). Ákvæðið um tímabundinn stuðning er undirstöðuatriði í þessu öllu saman. Annars staðar á Norðurlöndum virðist vera sátt um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla til langframa. Hér á landi er miklu almennari skoðun að fréttaútgáfa eigi einfaldlega að standa sig á markaði. Rökin fyrir stuðningi við fréttaútgáfu eru þess vegna þau að hann sé nauðsynlegur á meðan markaðurinn virkar ekki með eðlilegum hætti. Gangi þróunin eftir, sem þegar er hafin í Evrópu og víðar, má vona að það misgengi, sem varð á markaði með fréttir á síðustu tveimur áratugum, gangi til baka. Eðlilegt ástand verður þegar útgefendur fá sanngjarnan hlut af þeim tekjum sem Google og Facebook fá núna fyrir lestur, áhorf og hlustun á fréttir. Þá verður tímabundna ástandið sem frumvarpið byggir á yfirstaðið. Fyrir aðþrengda íslenska fjölmiðla, sem nú kljást við tekjufall vegna kórónuveirufaraldurs í ofanálag, er hins vegar er óvíst hvort það gerist í tæka tíð.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun