Erfiðleikar á unglingsárum bjuggu Jóhann undir erfitt tímabil: „Ekki verið eins langt niðri í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 09:45 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afskaplega krefjandi tímabil með Burnley. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00
Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00