Erfiðleikar á unglingsárum bjuggu Jóhann undir erfitt tímabil: „Ekki verið eins langt niðri í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 09:45 Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt afskaplega krefjandi tímabil með Burnley. VÍSIR/GETTY Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins. Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson segir ákveðna erfiðleika á unglingsárum hafa gert sig andlega sterkan og það hafi hjálpað sér í vetur. Hann hafi ekki verið eins langt niðri í langan tíma, eins og á þessari leiktíð. Landsliðsmaðurinn segir frá þessu í viðtali við The Athletic. Þar er fyrst fjallað um það að Jóhann hafi 14 ára gamall flust til Englands vegna vinnu móður sinnar, og þá farið í unglingaakademíu Chelsea fyrir tilstuðlan Arnórs Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea. Eftir nokkra mánuði þar fór Jóhann í annað Lundúnafélag, Fulham, þar sem hann sleit krossband í hné og var frá keppni í ár. „Það var gríðarlega erfitt. Félagið kom frábærlega fram við mig og sjúkraþjálfararnir gerðu allt sem þeir gátu svo ég gæti byrjað að spila aftur. Þetta gerði mig andlega sterkan á unga aldri. Þegar maður er svona ungur þá er það eina sem maður vill að spila fótbolta. Sumir krakkar ná sér kannski ekki en það eina sem ég þráði var að verða fótboltamaður,“ segir Jóhann. Jóhann fékk ekki tilboð um skólastyrk, eins og tíðkaðist að unglingaakademíur gæfu út á þeim tíma í Englandi, svo að hann hélt heim til Íslands og bjó hjá eldri systur sinni. „Þessir kaflar í lífinu gerðu mig sterkari andlega, sem hefur hjálpað mér á þessari leiktíð.“ Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en sjaldan meira en í vetur. Hann meiddist í kálfa snemma á leiktíðinni, náði einum byrjunarliðsleik fyrir landsleikjahléið í október en meiddist svo snemma leiks gegn Frökkum á Laugardalsvelli. „Ég ætlaði framhjá leikmanni [Clement Lenglet] og hann ýtti við mér svo að öll þyngdin mín fór á vinstra lærið og það slitnaði. Ég vissi að eitthvað slæmt hefði gerst. Þetta var þriðju gráðu rifa svo að ég hefði þurft aðgerð ef þetta hefði verið eitthvað verra,“ sagði Jóhann. Ekki sniðugt að snúa aftur í jólatörninni Jóhann sneri aftur um jólin, í því mikla leikjaálagi sem er á þeim tíma, og meiddist á ný í lærinu í bikarleik gegn Peterborough. „Það var ekki það sniðugasta fyrir lærið mitt að snúa til baka úr meiðslum á svona miklum álagstíma, þegar maður æfir og spilar án þess að hafa marga daga til að jafna sig. Ég meiddist aftur í lærinu gegn Peterborough sem var gríðarlega erfitt að taka. Ég hafði lagt svo hart að mér til að jafna mig af fyrri meiðslunum, svo það að fá önnur… Ég hef líklega ekki verið eins langt niðri andlega í langan tíma. Sérstaklega fyrstu dagana á eftir var ég mjög langt niðri. Maður verður niðurdreginn og hugsar með sér; Hvað er í gangi? Maður reynir að hugsa um hvað maður geti gert betur til að snúa aftur og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Jóhann, sem náði ekki að spila meiri fótbolta eftir bikarleikinn 4. janúar, þar til að tímabilið í Englandi var stöðvað vegna kórónuveirufaraldursins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00 Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Jóhann Berg ræðir tímabilið og pirringinn sem því hefur fylgt | Myndband Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins og enska knattspyrnufélagsins Burnley, hefur ekki átt sjö dagana sæla en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu. 23. apríl 2020 21:00
Jóhann hefði spilað gegn Rúmeníu: „Hefði bara keyrt á þetta“ Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann hefði getað spilað með Íslandi gegn Rúmeníu í síðustu viku ef leiknum hefði ekki verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 31. mars 2020 20:00