Gylfi, Jóhann Berg og allir hinir prófaðir tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Leicester City á Goodison Park. Getty/Chris Brunskill Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar verða sendir í fjölda kórónuveiruprófa fari svo að enska úrvalsdeildin fái leyfi til að klára 2019-20 tímabilið í júní og júlí. Stjórnvöld í Bretlandi hafa verið að vinna með ensku úrvalsdeildinni síðustu daga með það að markmiði að finna leiðir til að spila síðustu níu umferðir tímabilsins án þess að auka álagið á breska heilbrigðiskerfið og um leið tryggja að það verði engin smit meðal úrvalsdeildarliðanna. Leikirnir sem eftir er munu þá fara fyrir luktum dyrum og verða væntanlega spilaðir á sérvöldum hlutlausum leikvöllum. Leikmenn gætu mögulega þurft að fara í sjö vikna útlegð frá fjölskyldu og vinum svo að hægt sé að tryggja það að enginn þeirra smitist á þessum tíma. Premier League clubs will be presented with proposals to test players and officials at least twice a week, if the government approves plans for a return to full training— Sky Sports (@SkySports) April 30, 2020 Sky Sports segir frá því að ef að þessu verður þá verði fylgst mjög vel með heilsu allra leikmanna í deildinni. Aðeins eitt kórónuveirusmit gæti sett marga í sóttkví og ógnað því að deildin yrði kláruð. Samkvæmt tillögum ensku úrvalsdeildarinnar þá gætu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar þurft að fara í kórónuveirupróf tvisvar í viku allt frá því að liðin fá fullt leyfi til venjulegra æfinga. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og hinir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gæti því mögulega vera búnir að fara í allt að tuttugu próf áður en deildin klárast. Þessar tillögur voru unnar í samráði við lækninn Mark Gillett, ráðgjafa ensku úrvalsdeildarinnar, og eftir að hafa borið bækur saman við það sem menn eru að gera hjá La Liga á Spáni og í Bundesligunni í Þýskalandi. Öll þessi próf mega aftur á móti ekki fara fram séu þau að koma í veg fyrir að hægt sé að prófa almenning í Bretlandi. Enska úrvalsdeildin mun því borga fyrir þessi próf sjálf og prófin munu ekki koma úr birgðum breska heilbrigðiskerfisins. Gillett læknir ræddi við marga liðslækna samkvæmt heimildum Sky Sports en þessar hugmyndir voru rædda á fjarfundi 25. apríl síðastliðinn. Eins og staðan er núna þá er stefnan að hefja leik í ensku úrvalsdeildinni 8. júní og klára tímabilið fyrir lok júlí.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira