Fyrir okkur frá vöggu til grafar Logi Einarsson skrifar 28. apríl 2020 08:00 Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins. Og allt er þetta þjónusta sem við getum ekki verið án. Hún býr okkur undir flókna framtíð, lyftir undir með okkur þegar við þurfum á hjálp og aðstoð að halda og hlúir að okkur þegar krafta þrýtur eftir langa ævi. Hún hefur líka rutt konum braut út á vinnumarkaðinn - og þannig stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Kostur þess að fela sveitarfélögum þessi verkefni er að umsjón þjónustunnar færist nær fólkinu sem gerir hana sveigjanlegri og manneskjulegri. Þessi sveigjanleiki sveitarfélaga og starfsfólks þess hefur birst í aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og þreki að undanförnu vegna heimsfaraldursins. En viðbrögðin hafa um leið kostað þau gríðarlega fjármuni. Verja verður að alefli möguleika sveitarfélaga til að sinna áfram fyrsta flokks þjónustu á meðan veiruskrattinn er barinn niður og í þeim efnahagsþrengingum sem munu fylgja langan tíma í kjölfarið. Sveitarfélögin hafa ekki möguleika á sjálfstæðri tekjuöflun með sköttum eins og ríkið, minni heimildir til skuldsetningar og geta ekki prentað peninga eins og ríkið getur – og gerir nú. Engu að síður er sú krafa gerð á hendur sveitarfélögunum að lækka eða fresta gjöldum, halda uppi óskertri þjónustu og auka framkvæmdir sínar til að vinna gegn kreppunni. Í efnahagsþrengingunum framundan fellur það að miklu leyti í hlut sveitarfélaga að veita viðkvæmum hópum öfluga félagsþjónustu sem þörf er á. Það er ósköp eðlileg krafa íbúa að eiga greiðan aðgang að allri þjónustu, en dæmið gengur einfaldlega ekki upp án þess að ríkisstjórnin komi með stórar aðgerðir til að lyfta undir með sveitarfélögum og íbúum þeirra. Við eigum alveg áreiðanlega eftir að komast í gegnum þessar hremmingar og lífið fer aftur að ganga aftur sinn vanagang einn góðan veðurdag. Og mikið væri það gaman ef við að nokkrum mánuðum liðnum getum hist á förnum vegi eða á kaffihúsi og spjallað um það hversu vel tókst til að koma efnahaglífinu á fulla ferð – við skulum vona að það gangi eftir. En að sama skapi yrði það ömurlegt ef við sætum uppi uppi með veikari skóla, skerta þjónustu við gamla fólkið og laskað stuðningskerfi fyrir fatlaða, innflytjendur og annað fólk sem þarf á sterku nærsamfélagi að halda. Það má einfaldlega ekki gerast og því brýni ég ríkisstjórnina til dáða og heiti fullri aðstoð Samfylkingarinnar við mótun aðgerða í þágu sveitarfélaga og fullum stuðningi við þær. Sveitarfélögin eru nefnilega fyrir okkur frá vöggu til grafar. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun