KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2020 14:52 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Daniel Þór Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands segir að það sé mjög ábótavant að úrræði stjórnvalda til þessa nýtist íþróttahreyfingunni. Áskorunin var birt á heimasíðu sambandsins og þar kemur fram að hún hafi verið samþykkt á fundi stjórnar KSÍ 22. apríl síðastliðinn. Fyrirsögnin er „Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu“ en þar er farið yfir það sem Knattspyrnusamband Íslands telur sig og önnur íþróttasambönd þurfi á að halda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. „Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn,“ segir í áskoruninni en þar kemur fram að þau úrræði sem að stjórnvöld hafa boðið rekstraraðilum og einstaklingum hingað til nýtist í raun ekki íþróttahreyfingunni og úr því þurfi nauðsynlega að bæta. „Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér,“ segir í áskoruninni en hana má sjá alla hér fyrir neðan. Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Tryggja þarf íþróttahreyfingunni viðspyrnu Stjórn KSÍ skorar á stjórnvöld vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Hlúa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg. Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn. Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil. Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum. Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér. Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki. Stjórn KSÍ
Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Sjá meira