Þannig má lækka verð á gistingu um allt land Þórir Garðarsson skrifar 24. apríl 2020 16:05 Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á mjög mörgum heimilum er byrjað að spá í ferðir innanlands í sumarfríinu. Á sama tíma naga eigendur hótela og gististaða á sér neglurnar vegna óvissu um hvort þeir geti haft opið. Jafnvel þó gistinóttum Íslendinga fjölgi, þá vantar samt 90% viðskiptavinanna – erlendu ferðamennina. Undir þessum kringumstæðum er erfitt að hafa opið eða lækka verð á gistingunni. Kostnaðurinn er einfaldlega svo mikill við að hafa opið, fyrst og fremst launakostnaður. Hátt verð á gistingu fælir hins vegar frá þannig að málin eru í sjálfheldu. Þetta má leysa með því að slá tvær flugur í einu höggi. Við mjög mörgum hótelum og gististöðum, sérstaklega á landsbyggðinni, blasir við að loka og senda starfsfólk á atvinnuleysisskrá til að gera ekki neitt. En þess í stað væri hyggilegt að gera gististöðunum kleift að hafa viðkomandi einstaklinga í vinnu á launum með styrk frá atvinnuleysistryggingasjóði, það eru fordæmi fyrir því. Með lækkun launakostnaðar gætu hótelin og gististaðirnir lækkað verð gistingar umtalsvert og komið þannig til móts við þá fjölmörgu landsmenn sem vilja ferðast um landið og skapa þar með veltu og viðskipti í þjónustugreinum á landsbyggðinni. Eðlilegt er að spyrja hvernig tryggja megi að slíkar ráðstafanir skili sér í lækkuðu gistiverði. Svarið við því er afar einfalt: samkeppnin sér til þess. Gististaðir munu slást um viðskiptin á netinu. Ljóst er að lækkun gistikostnaðar leiðir til stóraukinna ferðalaga landsmanna, miklu meiri en ella hefði orðið. Uppbygging hótela, og gistihúsa og annarra þjónustugreina á landsbyggðinni hefur að miklu leyti byggst á fjölgun erlendra ferðamanna. Með því að fá Íslendinga til að fylla í skörðin er hægt að draga verulega úr því tjóni sem annars blasir við. Útgjöld atvinnuleysistryggingasjóðs aukast ekkert, heldur minnka ef eitthvað er þar sem afleiddum störfum mun fjölga. Allir vinna. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar