Fiskur og mjólk, tvöföld verðmyndun Arnar Atlason skrifar 30. mars 2020 14:30 Í júlí 2016 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan (MS) hefði með alvarlegum hætti brotið gegn banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Nánar tiltekið hefði MS misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á óeðlilega háu verði. MS skaut málinu áfrýjunarnefndar samkeppnismála, svo til Héraðsdóms og loks til Landsréttar. Í dómi Landsréttar, sem var kveðinn upp 27. mars sl., er því hafnað að ákvæði búvörulaga hafi heimilað MS að mismuna keppinautum sínum. Samkeppniseftirlitið vann sigur og MS var dæmt til að greiða 480 milljónir króna. Í dóminum er staðfest að MS hafi beitt smáa keppinauta sína samkeppnishamlandi mismunun og tekið fram að þetta brot á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið „alvarlegt auk þess sem það stóð lengi og var augljóslega mjög til þess fallið að raska samkeppnistöðu.“ Álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 (Álit 2/2012) hefur merkilegan samhljóm við önnur mál sem hafa verið til umræðu og snúa að tvöfaldri verðlagningu. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda sendu SE erindi í þremur liðum þann 25. maí 2011, og fjallaði það um lóðrétta samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. Í fyrsta lagi var farið fram á að Samkeppniseftirlitið kvæði á um fjárhagslegan aðskilnað í samræmi við 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 á milli útgerðar og fiskvinnslu fyrirtækja sem stunda bæði veiðar og vinnslu afla (lóðrétt samþætt útgerð). Í öðru lagi var farið fram á að Samkeppniseftirlitið rannsakaði meinta misnotkun tiltekinna lóðrétt samþættra útgerðarfyrirtækja á markaðsráðandi stöðu. sbr. 11. gr. samkeppnislaga. SFÚ taldi og telur enn að fyrirtækin hafi misnotað stöðu sína með því annars vegar að setja verðgólf á fiskmörkuðum þegar framboð sé mikið og hins vegar með því að spenna upp verð þegar framboð sé takmarkað. Í þriðja lagi taldi SFÚ og telur enn að framangreind hegðun útgerðarfyrirtækjanna geti einnig talist vera brot á 10. gr. samkeppnislaga. Benda mætti á að öll fyrirtækin séu aðilar að sömu landssamtökunum, Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum fiskvinnslustöðva (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag). Loks kom fram á fundi SFÚ með Samkeppniseftirlitinu þann 5. desember 2011 að samtökin telja að íslensk útgerðarfélög stundi skaðleg undirboð á erlendum mörkuðum. Í niðurlagi álits Samkeppniseftirlitsins sem gefið var út 19. nóvember 2012 beinir Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sem ber ábyrgð á þessum málaflokki, að hann beiti sér fyrir því að komið verði í veg fyrir þær samkeppnishindranir sem leiða af þeim lögum og þeirri framkvæmd sem fjallað hefur verið um hér að framan. Álitið er ítarlegt en meðal annars segir: „Af framangreindu leiðir að kerfi sem skapar hvata til þess að minni sjávarafli fari um fiskmarkaði getur gert samkeppnisstöðu fiskvinnslu án útgerðar enn torveldari.“ SE bendir svo í framhaldinu á fjórar leiðir að þessu markmiði. 1. Settar verði milliverðlagningarreglur sem hafi það að markmiði, í þessu tilviki, að verðlagning í innri viðskiptum á milli útgerðar og fiskvinnsluhluta lóðrétt samþættrar útgerðar verði eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila sé að ræða. 2. Með því að miða við verð auglýst af Verðlagsstofu skiptaverðs, eða annan hlutlægan mælikvarða, er unnt að koma í veg fyrir að mishá hafnargjöld séu lögð á útgerð sem einnig stundar vinnslu sjávarafla og útgerð sem ekki starfrækir fiskvinnslu. 3. Samkeppniseftirlitið vill benda ráðherra á að það fyrirkomulag laga um Verðlagsstofu skiptaverðs, að hagsmunasamtök útvegsmanna sem eru keppinautar, ræði um og ákveði verð sem síðan er notast við í innri viðskiptum útgerða er óheppilegt í samkeppnislegu tilliti. Til að koma í veg fyrir þær samkeppnishömlur sem af þessu fyrirkomulagi leiða væri eðlilegast að útvegsmenn kæmu ekki með beinum hætti af ákvörðun þessa verðs (verðlagsstofuverð). 4. Í fjórða lagi vill Samkeppniseftirlitið árétta þau tilmæli sem beint var til þáverandi sjávarútvegsráðherra að unnt væri að auka samkeppni og nýliðun í greininni með því að auka heimildir til kvótaframsals, t.a.m. með því að aðilar sem ekki ættu fiskiskip gætu keypt, leigt og selt aflaheimildir. Texti hér að ofan er útdráttur úr nefndu áliti og er fólk hvatt til að kynna sér það nánar á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins (www.samkeppni.is). Staðan í dag er sú að enn er verð í viðskiptum á fiskmörkuðum og í innri viðskiptum félaga gerólíkt. Útgerðir sem landa afla hjá sjálfum sér greiða enn þann dag í dag mun lægri hafnargjöld heldur en þeir sem selja á fiskmarkaði. Enn þann dag í dags sitja fulltrúar útgerðarmanna í nefnd sem setur svokölluð viðmiðunarverð (úrskurðarnefnd Verðlagsstofu skiptaverðs). Þeir einir mega jafnframt halda á veiðiheimildum sem einnig eiga skip. Álit þetta frá Samkeppniseftirlitinu hefur því verið nánast að öllu leyti hundsað frá því það var gefið út. Ráðherrar hafa komið og farið síðan. Nú er vonin sú að Samkeppniseftirlitið geti snúið sér aftur að fiskinum eftir að hafa komið skikki á mjólkina. Tæplega átta ára aðgerðaleysi ráðuneytisins hlýtur að gefa Samkeppniseftirlitinu tilefni til að taka þetta mál upp á nýjan leik. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Sjávarútvegur Landbúnaður Arnar Atlason Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í júlí 2016 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan (MS) hefði með alvarlegum hætti brotið gegn banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Nánar tiltekið hefði MS misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á óeðlilega háu verði. MS skaut málinu áfrýjunarnefndar samkeppnismála, svo til Héraðsdóms og loks til Landsréttar. Í dómi Landsréttar, sem var kveðinn upp 27. mars sl., er því hafnað að ákvæði búvörulaga hafi heimilað MS að mismuna keppinautum sínum. Samkeppniseftirlitið vann sigur og MS var dæmt til að greiða 480 milljónir króna. Í dóminum er staðfest að MS hafi beitt smáa keppinauta sína samkeppnishamlandi mismunun og tekið fram að þetta brot á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið „alvarlegt auk þess sem það stóð lengi og var augljóslega mjög til þess fallið að raska samkeppnistöðu.“ Álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 (Álit 2/2012) hefur merkilegan samhljóm við önnur mál sem hafa verið til umræðu og snúa að tvöfaldri verðlagningu. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda sendu SE erindi í þremur liðum þann 25. maí 2011, og fjallaði það um lóðrétta samþættingu útgerðar og fiskvinnslu. Í fyrsta lagi var farið fram á að Samkeppniseftirlitið kvæði á um fjárhagslegan aðskilnað í samræmi við 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 á milli útgerðar og fiskvinnslu fyrirtækja sem stunda bæði veiðar og vinnslu afla (lóðrétt samþætt útgerð). Í öðru lagi var farið fram á að Samkeppniseftirlitið rannsakaði meinta misnotkun tiltekinna lóðrétt samþættra útgerðarfyrirtækja á markaðsráðandi stöðu. sbr. 11. gr. samkeppnislaga. SFÚ taldi og telur enn að fyrirtækin hafi misnotað stöðu sína með því annars vegar að setja verðgólf á fiskmörkuðum þegar framboð sé mikið og hins vegar með því að spenna upp verð þegar framboð sé takmarkað. Í þriðja lagi taldi SFÚ og telur enn að framangreind hegðun útgerðarfyrirtækjanna geti einnig talist vera brot á 10. gr. samkeppnislaga. Benda mætti á að öll fyrirtækin séu aðilar að sömu landssamtökunum, Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum fiskvinnslustöðva (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag). Loks kom fram á fundi SFÚ með Samkeppniseftirlitinu þann 5. desember 2011 að samtökin telja að íslensk útgerðarfélög stundi skaðleg undirboð á erlendum mörkuðum. Í niðurlagi álits Samkeppniseftirlitsins sem gefið var út 19. nóvember 2012 beinir Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sem ber ábyrgð á þessum málaflokki, að hann beiti sér fyrir því að komið verði í veg fyrir þær samkeppnishindranir sem leiða af þeim lögum og þeirri framkvæmd sem fjallað hefur verið um hér að framan. Álitið er ítarlegt en meðal annars segir: „Af framangreindu leiðir að kerfi sem skapar hvata til þess að minni sjávarafli fari um fiskmarkaði getur gert samkeppnisstöðu fiskvinnslu án útgerðar enn torveldari.“ SE bendir svo í framhaldinu á fjórar leiðir að þessu markmiði. 1. Settar verði milliverðlagningarreglur sem hafi það að markmiði, í þessu tilviki, að verðlagning í innri viðskiptum á milli útgerðar og fiskvinnsluhluta lóðrétt samþættrar útgerðar verði eins og um viðskipti milli tveggja óskyldra aðila sé að ræða. 2. Með því að miða við verð auglýst af Verðlagsstofu skiptaverðs, eða annan hlutlægan mælikvarða, er unnt að koma í veg fyrir að mishá hafnargjöld séu lögð á útgerð sem einnig stundar vinnslu sjávarafla og útgerð sem ekki starfrækir fiskvinnslu. 3. Samkeppniseftirlitið vill benda ráðherra á að það fyrirkomulag laga um Verðlagsstofu skiptaverðs, að hagsmunasamtök útvegsmanna sem eru keppinautar, ræði um og ákveði verð sem síðan er notast við í innri viðskiptum útgerða er óheppilegt í samkeppnislegu tilliti. Til að koma í veg fyrir þær samkeppnishömlur sem af þessu fyrirkomulagi leiða væri eðlilegast að útvegsmenn kæmu ekki með beinum hætti af ákvörðun þessa verðs (verðlagsstofuverð). 4. Í fjórða lagi vill Samkeppniseftirlitið árétta þau tilmæli sem beint var til þáverandi sjávarútvegsráðherra að unnt væri að auka samkeppni og nýliðun í greininni með því að auka heimildir til kvótaframsals, t.a.m. með því að aðilar sem ekki ættu fiskiskip gætu keypt, leigt og selt aflaheimildir. Texti hér að ofan er útdráttur úr nefndu áliti og er fólk hvatt til að kynna sér það nánar á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins (www.samkeppni.is). Staðan í dag er sú að enn er verð í viðskiptum á fiskmörkuðum og í innri viðskiptum félaga gerólíkt. Útgerðir sem landa afla hjá sjálfum sér greiða enn þann dag í dag mun lægri hafnargjöld heldur en þeir sem selja á fiskmarkaði. Enn þann dag í dags sitja fulltrúar útgerðarmanna í nefnd sem setur svokölluð viðmiðunarverð (úrskurðarnefnd Verðlagsstofu skiptaverðs). Þeir einir mega jafnframt halda á veiðiheimildum sem einnig eiga skip. Álit þetta frá Samkeppniseftirlitinu hefur því verið nánast að öllu leyti hundsað frá því það var gefið út. Ráðherrar hafa komið og farið síðan. Nú er vonin sú að Samkeppniseftirlitið geti snúið sér aftur að fiskinum eftir að hafa komið skikki á mjólkina. Tæplega átta ára aðgerðaleysi ráðuneytisins hlýtur að gefa Samkeppniseftirlitinu tilefni til að taka þetta mál upp á nýjan leik. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun