Tími fyrir samvinnu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 16:58 Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við upplifum um þessar mundir tíma sem fá eflaust marga kafla í veraldarsögunni, tíma sem munu hafa áhrif á daglegt líf okkar um nokkra hríð. Við megum ekki faðmast og kyssast, ekki halda fjölmenn matarboð fjölskyldu og vina, verðum að halda okkur í tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Þetta reynir á okkur öll en er nauðsynlegt til að brjóta keðju veirunnar og stöðva útbreiðslu hennar. Við erum öll almannavarnir. Válynd veður Kórónuveirufaraldurinn bætist við erfiðan vetur hér á Íslandi þar sem veðrið hefur minnt rækilega á sig með stórhríðum og snjóflóðum. Ríkisstjórnin hefur þegar brugðist við þeim veikleikum sem opinberuðust í óveðrinu. Við höfðum einnig lagt grunninn að miklu átaki í fjárfestingum hins opinbera til að mæta fyrirsjáanlegri efnahagslægð. Þær áætlanir eru mikilvægar nú þegar við horfum fram á hrun vegna útbreiðslu veirunnar og þeirra aðgerða sem þjóðir heims hafa ráðist í til að verja heilsu fólks. Kröftug viðspyrna Ríkisstjórnin hefur nú kynnt fyrstu aðgerðir sínar til að verja heimili og fyrirtæki vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar en eflaust þarf meira að koma til svo við náum kröftugri viðspyrnu. Hluti af aðgerðunum eru 20 milljarða fjárfestingar ríkisins og opinberra fyrirtækja en þær munu á þessu ári bætast við áður boðaðar framkvæmdir. Fjárfestingaáætlunin er fjölbreytt og tekur til fjölmargra sviða. Stór hluti hennar er stórátak í samgöngum í viðbót við þau 27 milljarða verkefni sem þegar hafði verið ákveðið að bjóða út. Lífsgæði og samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur í lífsgæðum okkar, ekki síst þeirra sem búa í hinum dreifðu byggðum. Mikilvægasta markmiðið með samgöngubótum er að draga úr slysum á fólki. Önnur markmið sem höfð eru að leiðarljósi eru að draga úr útblæstri og tengja samfélög um allt land og styrkja byggðir. Öll él birtir um síðir Ég efast ekki eina mínútu um að við komumst í gegnum þetta ef við stöndum saman. Við mætum þessum vanda af yfirvegun og æðruleysi eins og stórhríðunum sem við þekkjum vel. Öll él birtir um síðir. Það kemur vor og það kemur sól og daginn lengir. Við höfum áður tekist á við erfiðleika og staðið sterkari eftir. Við getum gert það aftur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar