Alisson verður klár í slaginn Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 14:00 Liverpool var nánast búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn þegar hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Óljóst er hvenær og jafnvel hvort að tímabilið verður klárað. VÍSIR/EPA Brasilíski markvörðurinn Alisson missti af síðustu þremur leikjum Liverpool vegna meiðsla áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en lauk endurhæfingunni heima hjá sér. Alisson meiddist í vöðva á æfingu í byrjun mars en endurhæfingu hans var við það að ljúka þegar hléið var gert og hefur fylgt æfingaáætlun markvarðaþjálfarans John Achterberg heima hjá sér, enda útgöngubann í Bretlandi. Alisson verður því klár í slaginn þegar keppni hefst að nýju í ensku úrvalsdeildinni, hvenær sem það verður. Samkvæmt Sky Sports getur keppni í fyrsta lagi hafist 8. júní, en útgöngubann í Bretlandi var framlengt um þrjár vikur á fimmtudaginn. „Hann [Alisson] hefur sent okkur vídjó af sér að hoppa og gera æfingar. Við vorum auðvitað að vinna með honum fram að útgöngubanninu og hann var nánast búinn að jafna sig,“ sagði Achterberg við heimasíðu Liverpool. View this post on Instagram Quarantine effect!! #AB1challenge @joaop93_ A post shared by Alisson Becker (@alissonbecker) on Mar 31, 2020 at 12:12pm PDT „Núna þarf hann að halda sig heima, eins og hinir markmennirnir. Þeir fá allir áætlun frá þrekþjálfara og gera sitt til þess að vera í eins góðu ástandi og þeir geta, eins og allir hinir leikmennirnir,“ sagði Achterberg. Sagði hann annars lítið hægt að gera annað en að sjá til þess að leikmenn hefðu allan þann búnað sem þeir þyrftu, hvort sem það væru lóð, boltar eða skór. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Liverpool þurfi að finna annan markvörð og kallar Adrian „rusl“ David Maddock, blaðamaður Daily Mirror, segir að meiðsli Alisson hafi kostað Liverpool sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir mistök varamarkvarins Adrian í 16-liða úrslitunum gegn Atletico Madrid. 16. mars 2020 06:00 Áfall fyrir Liverpool: Alisson missir af seinni leiknum á móti Atletico Madrid Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki Liverpool á móti Bournemouth á morgun og missir líka af seinni leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku. 6. mars 2020 14:28 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Brasilíski markvörðurinn Alisson missti af síðustu þremur leikjum Liverpool vegna meiðsla áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins en lauk endurhæfingunni heima hjá sér. Alisson meiddist í vöðva á æfingu í byrjun mars en endurhæfingu hans var við það að ljúka þegar hléið var gert og hefur fylgt æfingaáætlun markvarðaþjálfarans John Achterberg heima hjá sér, enda útgöngubann í Bretlandi. Alisson verður því klár í slaginn þegar keppni hefst að nýju í ensku úrvalsdeildinni, hvenær sem það verður. Samkvæmt Sky Sports getur keppni í fyrsta lagi hafist 8. júní, en útgöngubann í Bretlandi var framlengt um þrjár vikur á fimmtudaginn. „Hann [Alisson] hefur sent okkur vídjó af sér að hoppa og gera æfingar. Við vorum auðvitað að vinna með honum fram að útgöngubanninu og hann var nánast búinn að jafna sig,“ sagði Achterberg við heimasíðu Liverpool. View this post on Instagram Quarantine effect!! #AB1challenge @joaop93_ A post shared by Alisson Becker (@alissonbecker) on Mar 31, 2020 at 12:12pm PDT „Núna þarf hann að halda sig heima, eins og hinir markmennirnir. Þeir fá allir áætlun frá þrekþjálfara og gera sitt til þess að vera í eins góðu ástandi og þeir geta, eins og allir hinir leikmennirnir,“ sagði Achterberg. Sagði hann annars lítið hægt að gera annað en að sjá til þess að leikmenn hefðu allan þann búnað sem þeir þyrftu, hvort sem það væru lóð, boltar eða skór.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Liverpool þurfi að finna annan markvörð og kallar Adrian „rusl“ David Maddock, blaðamaður Daily Mirror, segir að meiðsli Alisson hafi kostað Liverpool sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir mistök varamarkvarins Adrian í 16-liða úrslitunum gegn Atletico Madrid. 16. mars 2020 06:00 Áfall fyrir Liverpool: Alisson missir af seinni leiknum á móti Atletico Madrid Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki Liverpool á móti Bournemouth á morgun og missir líka af seinni leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku. 6. mars 2020 14:28 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Segir að Liverpool þurfi að finna annan markvörð og kallar Adrian „rusl“ David Maddock, blaðamaður Daily Mirror, segir að meiðsli Alisson hafi kostað Liverpool sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir mistök varamarkvarins Adrian í 16-liða úrslitunum gegn Atletico Madrid. 16. mars 2020 06:00
Áfall fyrir Liverpool: Alisson missir af seinni leiknum á móti Atletico Madrid Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki Liverpool á móti Bournemouth á morgun og missir líka af seinni leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku. 6. mars 2020 14:28