Skriðuföll og smávirkjanir Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:31 Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun