Skriðuföll og smávirkjanir Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:31 Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun