Að fela peninga yfir áramótin Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 10:31 Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun