Hættan sem blasir við ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 11. desember 2020 11:00 Í ferðaþjónustu gildir að sjálfsögðu það sama og í öðrum viðskiptum, að mestu tekjurnar skila sér í beinu viðskiptasambandi milli þjónustuveitanda og viðskiptavinar. Með öðrum orðum, að gesturinn kaupi gistinguna, flugfarið, afþreyinguna eða veitingarnar beint af viðkomandi aðila. Að miklu leyti hafa stærri fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu verið í þessari stöðu - að vera frumseljendur þjónustunnar. Það er hagur þeirra og það er hagur þjóðarbúsins. Sá árangur byggist á því að stóru fyrirtækin hafa haft fjárhagslegan styrk til að standa undir sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði og þar með getað keppt við stóru alþjóðlegu sölufyrirtækin. En nú eru breyttir tímar, heimsfaraldurinn hefur meira eða minna tæmt alla sjóði íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Meirihluti þeirra hefur verið tekjulítill eða tekjulaus í 9 mánuði og svo verður áfram um skeið. Geta fyrirtækjanna til að setja fjármagn í eigin sölu og markaðsmál er orðin lítil sem engin. Erlend fyrirtæki „eignast“ viðskiptavininn Sú hætta sem þessar aðstæður skapa er að stórir erlendir söluaðilar „eignist“ erlendu viðskiptavinina og yfirtaki neytendamarkaðinn vegna sterkrar stöðu, stærðar og nálægðar á markaði. Að beina viðskiptasambandið rofni. Baráttan um viðskipti ferðamannsins fer fram á netinu. Ef íslensku fyrirtækin hafa ekki fjárhagslega burði til að gera sig gildandi og sýnileg á þeim vettvangi, þá taka erlend ferðaþjónustufyrirtæki við keflinu. Það sem þá gerist er að erlendu fyrirtækin verða ráðandi í viðskiptum ferðamannsins við Ísland. Þau „eignast“ viðskiptavininn. Erlend stórfyrirtæki gleypa markaðinn Einhver kynni að spyrja hvort það sé ekki bara besta mál að erlend stórfyrirtæki sjái um markaðssetninguna, söluna og útvegi íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum viðskipti. Svarið er einfaldlega nei og vítin í þeim efnum eru til að varast þau. Samkvæmt skýrslu World Tourism Organization fara allt að 80% af allri veltu í ferðaþjónustu á heimsvísu til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þessi þróun hefur leitt til þess að arður, tekjuskattur og stór hluti virðisauka af ferðaþjónustunni endar hjá fyrirtækjum sem eru með uppruna sinn í því landi sem ferðamaðurinn kemur frá eða í skattaskjóli. Ekki í löndunum sem ferðamaðurinn heimsækir. Undirverktakar á undirboðsmarkaði Þetta er hættan sem blasir við íslensku ferðaþjónustunni. Að íslensku fyrirtækin verði undirverktakar erlendra sölufyrirtækja sem munu etja þeim saman til að fá sem mestan hagnað í eigin vasa. Gæðin munu víkja fyrir hagnaði. Ferðamaðurinn fær takmarkaðar upplýsingar um hver er þjónustuaðilinn á Íslandi og valið snýst um verðið sem í boðið er. Á vinsælum ferðamannastöðum um allan heim hafa erlend stórfyrirtæki jafnt og þétt yfirtekið atvinnugreinina. Í Thailandi fara 70% af tekjum af ferðamönnum til erlendra fyrirtækja og á karabísku eyjunum 80% samkvæmt sömu skýrslu WTO. Sama er að segja um Grænhöfðaeyjar, þar sem ég var í heimsókn fyrir ári síðan. Þetta gerist í krafti þess að markaðssetning og sala til ferðamannsins fer fram í þeirra eigin heimalandi. Sölufyrirtækin þar eiga viðskiptavininn og þar með eiga þau virðiskeðjuna alla leið. Ríkisherferðin skapar áhuga en það er ekki nóg Íslenska ríkið fjármagnar birtingar á almennum auglýsingum um Ísland á erlendum vettvangi fyrir á annan milljarð króna undir verkefnaheitinu „Saman í sókn“. Vafalítið mun sú auglýsingaherferð skapa áhuga og skila ferðamönnum hingað. Ferðamaðurinn sem ætlar til Íslands beinir viðskiptunum hins vegar ekki til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja ef hann finnur þau ekki vegna þess að þau hafa ekki fjármagn til að vera saman í þeirri sókn. Þessi staða er mikið áhyggjuefni enda um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða, ekki aðeins fyrir íslensku fyrirtækin heldur þjóðarbúið allt. Það þarf viðspyrnu alla leið og það er ávinningur fyrir alla Þau áform um viðspyrnustyrki sem liggja fyrir Alþingi duga ekki í þessum aðstæðum. Frumvarpið um viðspyrnustyrki mætti frekar kalla frumvarp um rekstrarstyrki, enda um lágar upphæðir að ræða til margra rekstraraðila í mörgum atvinnugreinum. En fyrir marga þeirra skiptir styrkurinn miklu máli. Ef ekki á illa að fara þarf að veita alvöru viðspyrnustyrki til þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hafa verið umsvifamest í sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði erlendis. Þau þurfa að geta verið sýnileg og hafa fjármagn til sækja fram. Það er ekki nóg að þau haldi sjó og bíði eftir viðskiptavininum. Þetta eru fyrirtækin sem hafa dregið vagninn í þessum efnum. Þetta þurfa að vera beinir styrkir til fyrirtækjanna, því þau vita best sjálft hvar árangursríkast er að bera niður. Hættan er raunveruleg, að íslensk ferðaþjónusta missi forræði á viðskiptasambandinu við gestinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ferðaþjónustu gildir að sjálfsögðu það sama og í öðrum viðskiptum, að mestu tekjurnar skila sér í beinu viðskiptasambandi milli þjónustuveitanda og viðskiptavinar. Með öðrum orðum, að gesturinn kaupi gistinguna, flugfarið, afþreyinguna eða veitingarnar beint af viðkomandi aðila. Að miklu leyti hafa stærri fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu verið í þessari stöðu - að vera frumseljendur þjónustunnar. Það er hagur þeirra og það er hagur þjóðarbúsins. Sá árangur byggist á því að stóru fyrirtækin hafa haft fjárhagslegan styrk til að standa undir sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði og þar með getað keppt við stóru alþjóðlegu sölufyrirtækin. En nú eru breyttir tímar, heimsfaraldurinn hefur meira eða minna tæmt alla sjóði íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Meirihluti þeirra hefur verið tekjulítill eða tekjulaus í 9 mánuði og svo verður áfram um skeið. Geta fyrirtækjanna til að setja fjármagn í eigin sölu og markaðsmál er orðin lítil sem engin. Erlend fyrirtæki „eignast“ viðskiptavininn Sú hætta sem þessar aðstæður skapa er að stórir erlendir söluaðilar „eignist“ erlendu viðskiptavinina og yfirtaki neytendamarkaðinn vegna sterkrar stöðu, stærðar og nálægðar á markaði. Að beina viðskiptasambandið rofni. Baráttan um viðskipti ferðamannsins fer fram á netinu. Ef íslensku fyrirtækin hafa ekki fjárhagslega burði til að gera sig gildandi og sýnileg á þeim vettvangi, þá taka erlend ferðaþjónustufyrirtæki við keflinu. Það sem þá gerist er að erlendu fyrirtækin verða ráðandi í viðskiptum ferðamannsins við Ísland. Þau „eignast“ viðskiptavininn. Erlend stórfyrirtæki gleypa markaðinn Einhver kynni að spyrja hvort það sé ekki bara besta mál að erlend stórfyrirtæki sjái um markaðssetninguna, söluna og útvegi íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum viðskipti. Svarið er einfaldlega nei og vítin í þeim efnum eru til að varast þau. Samkvæmt skýrslu World Tourism Organization fara allt að 80% af allri veltu í ferðaþjónustu á heimsvísu til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þessi þróun hefur leitt til þess að arður, tekjuskattur og stór hluti virðisauka af ferðaþjónustunni endar hjá fyrirtækjum sem eru með uppruna sinn í því landi sem ferðamaðurinn kemur frá eða í skattaskjóli. Ekki í löndunum sem ferðamaðurinn heimsækir. Undirverktakar á undirboðsmarkaði Þetta er hættan sem blasir við íslensku ferðaþjónustunni. Að íslensku fyrirtækin verði undirverktakar erlendra sölufyrirtækja sem munu etja þeim saman til að fá sem mestan hagnað í eigin vasa. Gæðin munu víkja fyrir hagnaði. Ferðamaðurinn fær takmarkaðar upplýsingar um hver er þjónustuaðilinn á Íslandi og valið snýst um verðið sem í boðið er. Á vinsælum ferðamannastöðum um allan heim hafa erlend stórfyrirtæki jafnt og þétt yfirtekið atvinnugreinina. Í Thailandi fara 70% af tekjum af ferðamönnum til erlendra fyrirtækja og á karabísku eyjunum 80% samkvæmt sömu skýrslu WTO. Sama er að segja um Grænhöfðaeyjar, þar sem ég var í heimsókn fyrir ári síðan. Þetta gerist í krafti þess að markaðssetning og sala til ferðamannsins fer fram í þeirra eigin heimalandi. Sölufyrirtækin þar eiga viðskiptavininn og þar með eiga þau virðiskeðjuna alla leið. Ríkisherferðin skapar áhuga en það er ekki nóg Íslenska ríkið fjármagnar birtingar á almennum auglýsingum um Ísland á erlendum vettvangi fyrir á annan milljarð króna undir verkefnaheitinu „Saman í sókn“. Vafalítið mun sú auglýsingaherferð skapa áhuga og skila ferðamönnum hingað. Ferðamaðurinn sem ætlar til Íslands beinir viðskiptunum hins vegar ekki til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja ef hann finnur þau ekki vegna þess að þau hafa ekki fjármagn til að vera saman í þeirri sókn. Þessi staða er mikið áhyggjuefni enda um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða, ekki aðeins fyrir íslensku fyrirtækin heldur þjóðarbúið allt. Það þarf viðspyrnu alla leið og það er ávinningur fyrir alla Þau áform um viðspyrnustyrki sem liggja fyrir Alþingi duga ekki í þessum aðstæðum. Frumvarpið um viðspyrnustyrki mætti frekar kalla frumvarp um rekstrarstyrki, enda um lágar upphæðir að ræða til margra rekstraraðila í mörgum atvinnugreinum. En fyrir marga þeirra skiptir styrkurinn miklu máli. Ef ekki á illa að fara þarf að veita alvöru viðspyrnustyrki til þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hafa verið umsvifamest í sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði erlendis. Þau þurfa að geta verið sýnileg og hafa fjármagn til sækja fram. Það er ekki nóg að þau haldi sjó og bíði eftir viðskiptavininum. Þetta eru fyrirtækin sem hafa dregið vagninn í þessum efnum. Þetta þurfa að vera beinir styrkir til fyrirtækjanna, því þau vita best sjálft hvar árangursríkast er að bera niður. Hættan er raunveruleg, að íslensk ferðaþjónusta missi forræði á viðskiptasambandinu við gestinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun