Stillum fókusinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 11. desember 2020 10:31 Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Heimilisofbeldi Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar