Stillum fókusinn Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 11. desember 2020 10:31 Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Jafnréttismál Heimilisofbeldi Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi. Eins og orðið kynbundið ofbeldi ber með sér er hér átt við ofbeldi sem beinist gegn kyni sérstaklega en tölur hér á landi og um heim allan sýna að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. COVID-19 veldur ekki ofbeldinu Ástæða þess að litið er til áhrifa Covid-19 á kynbundið ofbeldi er að rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem fylgir sóttvörnum hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa. Ríkisstjórnin hefur aukið fjárveitingar til valinna samtaka sem sinna konum vegna mikillar fjölgunar þeirra sem leita sér aðstoðar. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að heimsfaraldurinn sjálfur veldur ekki ofbeldinu heldur sá sem beitir því. Þess vegna er lífsnauðsynlegt að beina athyglinni að upptökunum og að þeim sem beita ofbeldinu, það er að segja gerendunum/ofbeldismönnunum. Þegar því er haldið fram að ástæðan fyrir auknu kynbundu ofbeldi á tímum heimsfaraldurs sé sú að konur séu bundnar heima vegna samkomutakmarkana og útgöngubanns er enn og aftur verið að setja ábyrgðina yfir á konurnar, þær sem verða fyrir ofbeldinu. Með smá útúrsnúningi mætti segja að þegar konurnar komist aftur til vinnu verði þær þá bara lamdar um helgar. Fleiri birtingarmyndir kynbundins ofbeldis Rótin er félag sem hefur sérhæft sig í tengslum áfalla og vímuefnavanda og þess vegna látið sig mjög varða öryggi og velferð fólks í fíknimeðferðarkerfinu. Árið 2016-2017 var gerð rannsókn á reynslu kvenna af meðferð á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum og Rótarinnar. Konur sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá miklu ofbeldi og áreitni sem þær höfðu orðið vitni að eða upplifað á sjálfum sér í íslenska meðferðarkerfinu og einnig kom fram hversu alvarlega áfalla- og ofbeldissögu konur sem koma í meðferð eiga. Rótin hefur fylgt þessum sláandi niðurstöðum eftir með ótal erindum en alls staðar fyrir daufum eyrum. Hættum að „skrímslavæða“ þolendur Ef okkur á að verða ágengt í því að uppræta kynbundið ofbeldið er nauðsynlegt að allt samfélagið hætti að líta undan eða skýla sér á bak við ópersónulega tölfræði. Á bak við tilkynningar um heimilisofbeldi er alltaf sá aðili sem beitir ofbeldinu. Setjum á hann andlit og nafn, ekki opinberlega heldur lítum í kringum okkur. Of oft eru konur gerðar ábyrgar fyrir því ofbeldi sem þær verða fyrir og þegar sagt er að konan hafi nú alltaf verið hálf rugluð og sé pottþétt með falskar minningar er það ekkert annað en skrímslavæðing þolenda. Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á sér stað jafnt í Gyðufelli og Garðabæ og tími er til kominn að við hættum að berja höfðinu við steininn með því að segja að það geti bara ekki verið að þessi eða hinn fyrirmyndar fjölskyldufaðir og góðborgari leggist svo lágt að beita konuna sína ofbeldi þegar staðreyndin er sú að ef ekki væri fyrir gerendur yrðu ekki til sífellt fleiri þolendur! Karlar sameinist í 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað hér á landi um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Ráðherrar hafa sett á fót aðgerðateymi sem hefur skilað tillögum um meðal annars opnun nýs athvarfs fyrir konur. Því ber að sjálfsögðu að fagna en staðreyndin er hins vegar sú að heimilisofbeldi verður ekki upprætt með opnun nýs athvarfs fyrir þolendur þess jafnvel ekki þó að athvörfin yrðu tíu eða jafnvel hundrað. Nokkur félög kvenna eru meðal þeirra sem kynna 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Við hvetjum hér með alla karlaklúbba landsins til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd 365 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Höfundar eru ritari og talskona Rótarinnar Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar