Raddir okkar skipta máli Jenný Jóakimsdóttir skrifar 9. desember 2020 14:00 Leit tískuiðnaðarins að lægsta verðinu kostar mikið hvað varðar heilsufar og jafnvel líf starfsmanna. Þúsundir hafa látist í verksmiðjubrennum. Aðrar hættur eins og notkun hættulegra efna, hávaði, hiti og slæm loftræsting leynast víða. Áttatíu prósent af þeim 40-60 milljón starfsmanna í fataiðnaði eru konur og það er engin tilviljun. Í atvinnugrein sem er alræmd fyrir ósæmandi vinnuskilyrði, lág laun, þvingaða yfirvinnu og óöruggar vinnuaðstæður eru konur oft sviptar fæðingarorlofi, umönnum barna og öruggum vinnuaðferðum. Þær verða síðan ítrekað fyrir kynbundnu ofbeldi sem viðgengst á vinnustöðunum. Verksmiðjufólki sem tekst að skipuleggja einhverskonar samstöðu gegn réttindabrotum verður oft fyrir kúgun eða er sagt upp störfum. Tískumerkin reyna stundum að neita ábyrgð sinni með því að fela sig á bakvið útvistun framleiðslunnar. Hins vegar eru alþjóðlegir staðlar skýrir að því leyti að vörumerki verða að ganga úr skugga um að virða þurfi öll réttindi á vinnumarkaði og þeim ber að veita full úrræði þegar brot eiga sér sað. Mesta framleiðslan fer þó enn fram í löndum þar sem vinnulöggjöf er veik. Konur bera byrðar heimilisstarfa og umönnunar barna við hlið verksmiðjustarfsins og hafa oft lítinn tíma til að skipuleggja sig og berjast fyrir réttindum sínum. Fata- og skóiðnaðurinn teygir sig um allan heim. Föt og skór sem seldir eru í verslunum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, og öðrum heimshlutum ferðast venjulega um allan heim. COVID-19 heimsfaraldurinn snertir líf fólks um allan heim en er sérstaklega að snerta fata- og skóiðnaðinn. Starfsmenn hætta heilsu sinni í vinnu í fjölmennum verksmiðjum án nægilegrar verndar og hættu á að missa lífsviðurværi sitt ef þeir eru sendir heim án launa. Á flík sem stendur „Made in China“ segir ekkert um það í hverri af þeim þúsundum verksmiðja í Kína flíkin var framleidd og hverjar voru vinnuaðstæður starfsmanna. Sama á við um flíkur sem framleiddur eru í Evrópu og á stendur „Made in Europe“. Nýlega hafa borist sögur um slæm skilyrði starfsmanna í fata verksmiðjum i Leicester í Englandi, þar sem starfsfólk var látið vinna upp i pantanir, þrátt fyrir að vera veik vegna Covid-19. Jafnvel pantanir sem bárust frá okkur hér á Íslandi. Þegar heimsfaraldurinn skall á Evrópu og Bandaríkjunum brugðust vörumerki og smásalar við eins og venjulega: með því að ýta áhættunni niður aðfangakeðjuna. Með því að hætta við allar pantanir sem gerðar voru fyrir kreppuna - sumar pantanir voru þegar tilbúnar til sendingar. Þetta þýddi að verksmiðjur gátu ekki greidd starfsmönnum sínum laun og milljónir starfsmanna í fataverksmiðjum misstu störf sín. Eftir uppnám almennings sem varð er Ayesha Barenblat stofnandi Remake (sem eru félagasamtök sem standa fyrir vitundarvakningu um sjálfbærni í tískuiðnaðinum) notuðu myllumerkið #PayUP sem fljótlega fór víða á samfélagsmiðlum ákváðu mörg stór vörumerki að skuldbinda sig til að greiða pantanir. Samstaða félagasamtaka er sterk á alþjóðavísu og sem upplýstir neytendur getum við haft víðtæk áhrif. Í júní 2019, eftir margra ára baráttu margra félagasamtaka samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin sögulegan sáttmála til að draga úr einelti á vinnustað. Þetta var fyrsti alþjóðlegi staðallinn sem sérstaklega er ætlaður til að takast á við einelti á vinnustöðum og tengslanet félagasamtaka ýta á stjórnvöld og vörumerki til að tryggja að sáttmálanum verði hrint í framkvæmd. Mikilvægt er að herja á vörumerki, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila til að tryggja grundvallarmannréttindi og gæta þess að þau gleymist ekki þegar við tölum um sjálfbæra fataframleiðslu. Stöndum saman með konunum sem búa til fötin okkar. Raddir okkar skipta máli. Spyrjum hvaðan fötin okkar koma og við hvaða skilyrði þau eru búin til. Kvenfélagasamband Íslands vinnur að verkefninu Vitundarvakning um fatasóun með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Höfundur er starfsmaður Kvenfélagasambands Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Félagasamtök Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Leit tískuiðnaðarins að lægsta verðinu kostar mikið hvað varðar heilsufar og jafnvel líf starfsmanna. Þúsundir hafa látist í verksmiðjubrennum. Aðrar hættur eins og notkun hættulegra efna, hávaði, hiti og slæm loftræsting leynast víða. Áttatíu prósent af þeim 40-60 milljón starfsmanna í fataiðnaði eru konur og það er engin tilviljun. Í atvinnugrein sem er alræmd fyrir ósæmandi vinnuskilyrði, lág laun, þvingaða yfirvinnu og óöruggar vinnuaðstæður eru konur oft sviptar fæðingarorlofi, umönnum barna og öruggum vinnuaðferðum. Þær verða síðan ítrekað fyrir kynbundnu ofbeldi sem viðgengst á vinnustöðunum. Verksmiðjufólki sem tekst að skipuleggja einhverskonar samstöðu gegn réttindabrotum verður oft fyrir kúgun eða er sagt upp störfum. Tískumerkin reyna stundum að neita ábyrgð sinni með því að fela sig á bakvið útvistun framleiðslunnar. Hins vegar eru alþjóðlegir staðlar skýrir að því leyti að vörumerki verða að ganga úr skugga um að virða þurfi öll réttindi á vinnumarkaði og þeim ber að veita full úrræði þegar brot eiga sér sað. Mesta framleiðslan fer þó enn fram í löndum þar sem vinnulöggjöf er veik. Konur bera byrðar heimilisstarfa og umönnunar barna við hlið verksmiðjustarfsins og hafa oft lítinn tíma til að skipuleggja sig og berjast fyrir réttindum sínum. Fata- og skóiðnaðurinn teygir sig um allan heim. Föt og skór sem seldir eru í verslunum í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, og öðrum heimshlutum ferðast venjulega um allan heim. COVID-19 heimsfaraldurinn snertir líf fólks um allan heim en er sérstaklega að snerta fata- og skóiðnaðinn. Starfsmenn hætta heilsu sinni í vinnu í fjölmennum verksmiðjum án nægilegrar verndar og hættu á að missa lífsviðurværi sitt ef þeir eru sendir heim án launa. Á flík sem stendur „Made in China“ segir ekkert um það í hverri af þeim þúsundum verksmiðja í Kína flíkin var framleidd og hverjar voru vinnuaðstæður starfsmanna. Sama á við um flíkur sem framleiddur eru í Evrópu og á stendur „Made in Europe“. Nýlega hafa borist sögur um slæm skilyrði starfsmanna í fata verksmiðjum i Leicester í Englandi, þar sem starfsfólk var látið vinna upp i pantanir, þrátt fyrir að vera veik vegna Covid-19. Jafnvel pantanir sem bárust frá okkur hér á Íslandi. Þegar heimsfaraldurinn skall á Evrópu og Bandaríkjunum brugðust vörumerki og smásalar við eins og venjulega: með því að ýta áhættunni niður aðfangakeðjuna. Með því að hætta við allar pantanir sem gerðar voru fyrir kreppuna - sumar pantanir voru þegar tilbúnar til sendingar. Þetta þýddi að verksmiðjur gátu ekki greidd starfsmönnum sínum laun og milljónir starfsmanna í fataverksmiðjum misstu störf sín. Eftir uppnám almennings sem varð er Ayesha Barenblat stofnandi Remake (sem eru félagasamtök sem standa fyrir vitundarvakningu um sjálfbærni í tískuiðnaðinum) notuðu myllumerkið #PayUP sem fljótlega fór víða á samfélagsmiðlum ákváðu mörg stór vörumerki að skuldbinda sig til að greiða pantanir. Samstaða félagasamtaka er sterk á alþjóðavísu og sem upplýstir neytendur getum við haft víðtæk áhrif. Í júní 2019, eftir margra ára baráttu margra félagasamtaka samþykkti Alþjóðavinnumálastofnunin sögulegan sáttmála til að draga úr einelti á vinnustað. Þetta var fyrsti alþjóðlegi staðallinn sem sérstaklega er ætlaður til að takast á við einelti á vinnustöðum og tengslanet félagasamtaka ýta á stjórnvöld og vörumerki til að tryggja að sáttmálanum verði hrint í framkvæmd. Mikilvægt er að herja á vörumerki, stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila til að tryggja grundvallarmannréttindi og gæta þess að þau gleymist ekki þegar við tölum um sjálfbæra fataframleiðslu. Stöndum saman með konunum sem búa til fötin okkar. Raddir okkar skipta máli. Spyrjum hvaðan fötin okkar koma og við hvaða skilyrði þau eru búin til. Kvenfélagasamband Íslands vinnur að verkefninu Vitundarvakning um fatasóun með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Höfundur er starfsmaður Kvenfélagasambands Íslands. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun