Mikilvægu verkefnin framundan Arnar Páll Guðmundsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir. Að ein lítil veira gæti haft svona gífurlega mikil áhrif á líf okkar og atvinnu hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan, en því miður er það raunveruleikinn sem við búum við í dag. En hver er ástæða þess að afleiðingar faraldursins rista svona djúpt í atvinnulífinu á Suðurnesjum og hvað er til ráða? Fyrir því eru nokkrar ástæður en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar einsleitur og reitt sig á fáar atvinnugreinar í stað þess að auka fjölbreytni fyrir komandi kynslóðir. Við höfum treyst of mikið á flugstöðina og þau umsvif sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. Þessar nýju aðstæður sem uppi eru núna kalla á viðhorfsbreytingu og nýja nálgun. Ríkisstjórnin og hið opinbera verða því nú að líta til Suðurnesjanna og reyna að lágmarka þann skaða sem þessi staða gæti haft á svæðið til frambúðar, ég er hins vegar ekki viss um að hún geri sér grein fyrir alvarleika hennar. Við verðum því að berjast fyrir svæðinu og halda áfram þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað og halda stjórnvöldum þannig við efnið. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnvöld að segja “þið hafið flugstöðina” Á síðustu misserum hafa ráðherrar Framsóknar verið mjög iðnir við að flytja störf og verkefni einstakra stofnana út á landsbyggðina, hvort það sé jákvætt skref í rétta átt er ekki mitt að svara. Mín spurning er hins vegar sú hví líta þeir ekki til Suðurnesja við slíkar ákvarðanir og þá sérstaklega núna þegar atvinnuleysið á svæðinu slær hvert metið á fætur öðru. Ef Viðreisn ætti þingmann í Suðurkjördæmi þá myndi sá hinn sami hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og berjast fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum á hvaða toga sem hún yrði. Því að á Suðurnesjum er mannkostur góður, vinnuumhverfi framúrskarandi og innviðir sterkir fyrir hvaða starfssemi sem er. Gleymum því heldur ekki að hvert og eitt starf er verðmætt og skapar virði fyrir þann einstakling sem það stundar og tekjur fyrir það samfélag sem hann tilheyrir. Á suðurnesjum þarf því að skapa fjölbreytt störf sem eru verðmæt og ekki árstíðarbundin heldur til frambúðar. Stuðla að aukinni nýsköpun og tækifærum og hafa Suðurnesin í huga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim einstaklingum sem nú hafa misst atvinnu sína og veita þeim alla þá aðstoð sem í boði er til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru. Á tímum sem þessum er því afar brýnt að hið opinbera geri allt til þess að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum vari sem styðst og leiði ekki til langvarandi vanda. Til þess að svo megi vera þarf að taka stór skref strax. Það eru mikilvægu verkefnin framundan. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Reykjanesbær Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir. Að ein lítil veira gæti haft svona gífurlega mikil áhrif á líf okkar og atvinnu hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan, en því miður er það raunveruleikinn sem við búum við í dag. En hver er ástæða þess að afleiðingar faraldursins rista svona djúpt í atvinnulífinu á Suðurnesjum og hvað er til ráða? Fyrir því eru nokkrar ástæður en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar einsleitur og reitt sig á fáar atvinnugreinar í stað þess að auka fjölbreytni fyrir komandi kynslóðir. Við höfum treyst of mikið á flugstöðina og þau umsvif sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. Þessar nýju aðstæður sem uppi eru núna kalla á viðhorfsbreytingu og nýja nálgun. Ríkisstjórnin og hið opinbera verða því nú að líta til Suðurnesjanna og reyna að lágmarka þann skaða sem þessi staða gæti haft á svæðið til frambúðar, ég er hins vegar ekki viss um að hún geri sér grein fyrir alvarleika hennar. Við verðum því að berjast fyrir svæðinu og halda áfram þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað og halda stjórnvöldum þannig við efnið. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnvöld að segja “þið hafið flugstöðina” Á síðustu misserum hafa ráðherrar Framsóknar verið mjög iðnir við að flytja störf og verkefni einstakra stofnana út á landsbyggðina, hvort það sé jákvætt skref í rétta átt er ekki mitt að svara. Mín spurning er hins vegar sú hví líta þeir ekki til Suðurnesja við slíkar ákvarðanir og þá sérstaklega núna þegar atvinnuleysið á svæðinu slær hvert metið á fætur öðru. Ef Viðreisn ætti þingmann í Suðurkjördæmi þá myndi sá hinn sami hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og berjast fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum á hvaða toga sem hún yrði. Því að á Suðurnesjum er mannkostur góður, vinnuumhverfi framúrskarandi og innviðir sterkir fyrir hvaða starfssemi sem er. Gleymum því heldur ekki að hvert og eitt starf er verðmætt og skapar virði fyrir þann einstakling sem það stundar og tekjur fyrir það samfélag sem hann tilheyrir. Á suðurnesjum þarf því að skapa fjölbreytt störf sem eru verðmæt og ekki árstíðarbundin heldur til frambúðar. Stuðla að aukinni nýsköpun og tækifærum og hafa Suðurnesin í huga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim einstaklingum sem nú hafa misst atvinnu sína og veita þeim alla þá aðstoð sem í boði er til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru. Á tímum sem þessum er því afar brýnt að hið opinbera geri allt til þess að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum vari sem styðst og leiði ekki til langvarandi vanda. Til þess að svo megi vera þarf að taka stór skref strax. Það eru mikilvægu verkefnin framundan. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun