Hálendisþjóðgarður þarfnast samþykkis sveitarstjórna Friðrik Már Sigurðsson skrifar 7. desember 2020 07:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun