Hálendisþjóðgarður þarfnast samþykkis sveitarstjórna Friðrik Már Sigurðsson skrifar 7. desember 2020 07:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun