Svala stendur þétt við bak kærastans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 17:34 „Þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala. Instagram/@svalakali Svala Björgvinsdóttir söngkona segir kærasta sinn eina yndislegustu manneskju sem hún þekki. Þetta segir Svala á Instagram-síðu sinni þar sem hún bregst við fréttaflutningi af ákæru á hendur kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. „Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram. Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira
„Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala. DV greinir frá því að héraðssaksóknari hafi ákært Kristján fyrir hótanir í garð lögreglumanna í desember í fyrra. Sömuleiðis kemur fram í frétt DV að Kristján hafi um svipað leyti hlotið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hegningarlagabrot. Í skilaboðunum, sem Svala birtir á Instagram vitnar hún í Kristján. Þar segist hann ósköp venjulegur maður sem vinni við sjómennsku og eigi barn. Segist hafa unnið markvisst í sjálfum sér „Ég á mína fortíð sem að hluta er óuppgerð,“ segir meðal annars í skilaboðunum. Þar segist Kristján þá ekki hafa átt að venjast því að fjölmiðlar fjalli um hann eða hans verk. Það hafi hins vegar breyst eftir að hann byrjaði með Svölu. „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég,“ segir í skilaboðunum. Þar kemur jafnframt fram að Kristján ætli sér ekki að fjalla sérstaklega um málið af tillitssemi við aðila þess. Þá segir Kristján að tilgangur skrifa DV hafi verið að vekja athygli á fortíð hans, vegna þess hver kærasta hans er. „Fortíð mín er ekki fréttir fyrir kærustu mína eða fjölskyldu hennar. Um hana vita þau og um fortíð mína hef ég verið opinn þeim sem hún skiptir.“ Þá segist Kristján telja að umfjöllun um fortíð hans vegna tengsla hans við Svölu lýsi brengluðu fréttamati. Hann dragi ekki fjöður yfir fortíð sína, né geti hann breytt henni. Þá segist hann vona að DV og aðrir fjölmiðlar sem kjósi að fjalla um málið „beri gæfu til þess að horfa til þess hver ég er í dag.“ Trúir á það góða og dæmir ekki Svala tjáir sig um málið og greinilegt að Kristján Einar á gott bakland í kærustu sinni. Svala deilir mynd af parinu með færslu sinni og segir: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið,“ segir Svala og bætir við að til þess að gera slíkt þurfi viljastyrk, hugrekki og æðruleysi. „Það vita flestallir að ég hef alltaf verið á móti öllu ólöglegu og hef alltaf lifað lífi mínu í ljós og kærleika. Ég stend með þér ástin mín því þú ert ein af þeim yndislegustu manneskjum sem ég þekki og þetta tilheyrir fortíðinni og maðurinn sem ég elska í dag er sá sem þú ert í kjarnanum,“ segir Svala að lokum í skilaboðunum á Instagram.
Samfélagsmiðlar Dómsmál Ástin og lífið Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira