Tæknimenning í mótun Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 4. desember 2020 17:30 Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að samfélagsmiðlar séu almennt ógeðslegir, en af mjög misjöfnum ástæðum. Það sem þeir eiga flestir sameiginlegt er að nota einhvers konar reikniaðferðir til að ota að fólki því sem því „líkar við“, en það sem fólki á víst að „líka við“ er í reynd hvað svosem heldur því við skjáinn. Að þessu leyti held ég að Facebook sé sennilega verst, með því að ota að fólki hlutum sem því reyndar líkar alls ekkert endilega við, en vekur sterkar tilfinningar. Þannig forgangsraðast hatrömm og ógeðsleg umræða miklu framar yfirvegaðari og kurteisri umræðu, vegna þess að hin síðarnefnda er líklegri til að einfaldlega ljúka á einhverjum tímapunkti og hætta að halda notandanum við skjáinn. Það er á skjön við hagsmuni Facebooks, sem er að halda okkur þar og dæla í okkur auglýsingum. Með meðvitaðri tilætlan er hægt að leita út fyrir það sem Facebook býður, en eftir stendur að það er frekar stór mótsögn milli þessara tveggja markmiða: 1) Að taka þátt í upplýstri og málefnalegri umræðu um hitt eða þetta, 2) að halda notandanum við skjáinn og dæla í hann auglýsingum. Fyrst þegar ég flúði yfir á Twitter fannst mér skárra þar. Eftir á að hyggja hygg ég að það hafi verið vegna þess að þar sé meira af fólki sem ég er sammála (ákveðin kaldhæðni fólgin í því), þ.e.a.s. tiltölulega frjálslyndir, alþjóðasinnaðir femínistar, antirasistar og antifasistar. Neikvæða eðli Twitters er hinsvegar stæk árásar- og eineltismenning sem leiðir af sér hafsjó af drullu um leið og einhver gerir grín sem er mögulegt að misskilja eða segir eitthvað sem er með einhverjum hætti hægt að snúa út úr. Þessi ógeðslega menning nærir einnig sjálfa sig, þar sem gagnrýni á hana er yfirleitt tekið á með sama hafsjó af drullu. Þá hefur þar grasserað það sérstaklega viðustyggilega sjónarmið að þetta sé bara fínt svona, og að það sé jákvætt en ekki neikvætt að koma málstað á framfæri með tilfinningakúgun og þöggun. Já, það er voða þægilegt þegar meirihlutinn er með þér í liði, en það er hollt að velta fyrir sér hvernig sama aðferðafræði liti út ef valdhyggju- og einangrunarsinnaðir rasistar, fasistar og antifemínistar væru með niðurlægingar- og útskúfunarvaldið. Sem getur alveg gerst. Til að hafa það alveg á hreinu; ég er ekki að þykjast vera eitthvað heilagari en annað fólk hvað þetta varðar. Ég hef tekið þátt í þessum kúltúr og þarf reyndar að einbeita mér meðvitað til þess að gera það ekki. Það er eðli miðilsins, sem kreistir fram úr okkur ákveðnar hliðar vegna þess hvernig miðillinn virkar. Twitter heimilar einungis 280 stafi fyrir hvert innlegg, og meðan það hefur áhugaverða kosti, þá grunar mig að það sé líka ástæðan fyrir þessari árásar- og eineltismenningu, þar sem háð og spott, niðurlægingar og „sniðug“ komment eru best stutt og snaggaraleg, en allar flóknar pælingar, góðir punktar, djúp samtöl eða bara góður rökstuðningur einfaldlega krefst meiri texta. Sá texti er mögulegur á Facebook (og á Twitter með að brjóta upp samtalið og bjóða upp á útúrsnúninga-maraþon), þótt þar sé aðra galla að finna eins og grimmari forgangsröðun pósta sem hentar ekki endilega vel til yfirvegaðrar umræðu heldur. Síðan eru það Facebook-kommentakerfi fjölmiðlanna, sem eru enn einn áhugaverði vettvangurinn. Á DV sérstaklega, en einnig á Vísi, er mjög algengt að í kommentakerfunum komi hafsjór af hatursfullum blammeringum og dólgshætti langt umfram það sem fullorðið fólk leyfir sér almennt í eigin persónu. En það sem er áhugavert, er að ef einhver kemur inn með allt annað sjónarmið eru alveg ágætar líkur á að það nái fram úr ógeðinu í Like-um, jafnvel ef það er bara eitt sjónarmið á móti öllum hinum. Þetta gefur vísbendingu um að fólk sem er ósammála viðbjóðnum veigri sér við að setja inn komment, en að fólkið sem hefur eitthvað illt að segja hemji sig hvorki né hiki neitt. Ég hef engar tilgátur um hvers vegna svo sé. Hér er ég ekki að leggja neitt til, né að gagnrýna neinar tilteknar manneskjur eða fjalla um tiltekin tilfelli. Þetta er bara hvernig þessi samfélagsmiðlaheimur birtist mér, og eðli þeirra samkvæmt er óhjákvæmilegt að hann birtist öðrum með öðrum hætti. Mínar aðstæður sem opinber persóna hafa líka ábyggilega nokkur áhrif á þetta, en það kemur varla fólki á óvart - og vonandi ekki - að pólitísk umræða hefur tilhneigingu til að vera andstyggilegri en samtöl fólks um eitthvað annað. Eða það ætla ég allavega rétt að vona. Punkturinn með að skrifa þetta er ekki meiri en svo að ég fór að pæla í því hvert næsta skrefið í samfélagsmiðlum verði. Er einhver að rannsaka hvernig ólíkir eiginleikar þessara miðla draga fram ólíka hluti í okkur, og nýta þá þekkingu til að búa til samfélagsmiðil sem hentar betur t.d. til stjórnmálastarfs? Samfélagsmiðlar eru mjög ný fyrirbæri í mannlegri menningu og er ekki við neinu öðru að búast en að þeir verði meingallaðir í dágóðan tíma í viðbót. Þeir hafa líka klárlega sínar jákvæðu hliðar, en allavega frá mínu sjónarhorni hefur mér fundist þeir svolítið falla í skuggann af göllunum. Við erum mjög heppin ef okkur tekst að einangra það jákvæða en á sama tíma draga úr því neikvæða, en það krefst þess að við skiljum fyrirbærin sem við erum að eiga við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Samfélagsmiðlar Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að samfélagsmiðlar séu almennt ógeðslegir, en af mjög misjöfnum ástæðum. Það sem þeir eiga flestir sameiginlegt er að nota einhvers konar reikniaðferðir til að ota að fólki því sem því „líkar við“, en það sem fólki á víst að „líka við“ er í reynd hvað svosem heldur því við skjáinn. Að þessu leyti held ég að Facebook sé sennilega verst, með því að ota að fólki hlutum sem því reyndar líkar alls ekkert endilega við, en vekur sterkar tilfinningar. Þannig forgangsraðast hatrömm og ógeðsleg umræða miklu framar yfirvegaðari og kurteisri umræðu, vegna þess að hin síðarnefnda er líklegri til að einfaldlega ljúka á einhverjum tímapunkti og hætta að halda notandanum við skjáinn. Það er á skjön við hagsmuni Facebooks, sem er að halda okkur þar og dæla í okkur auglýsingum. Með meðvitaðri tilætlan er hægt að leita út fyrir það sem Facebook býður, en eftir stendur að það er frekar stór mótsögn milli þessara tveggja markmiða: 1) Að taka þátt í upplýstri og málefnalegri umræðu um hitt eða þetta, 2) að halda notandanum við skjáinn og dæla í hann auglýsingum. Fyrst þegar ég flúði yfir á Twitter fannst mér skárra þar. Eftir á að hyggja hygg ég að það hafi verið vegna þess að þar sé meira af fólki sem ég er sammála (ákveðin kaldhæðni fólgin í því), þ.e.a.s. tiltölulega frjálslyndir, alþjóðasinnaðir femínistar, antirasistar og antifasistar. Neikvæða eðli Twitters er hinsvegar stæk árásar- og eineltismenning sem leiðir af sér hafsjó af drullu um leið og einhver gerir grín sem er mögulegt að misskilja eða segir eitthvað sem er með einhverjum hætti hægt að snúa út úr. Þessi ógeðslega menning nærir einnig sjálfa sig, þar sem gagnrýni á hana er yfirleitt tekið á með sama hafsjó af drullu. Þá hefur þar grasserað það sérstaklega viðustyggilega sjónarmið að þetta sé bara fínt svona, og að það sé jákvætt en ekki neikvætt að koma málstað á framfæri með tilfinningakúgun og þöggun. Já, það er voða þægilegt þegar meirihlutinn er með þér í liði, en það er hollt að velta fyrir sér hvernig sama aðferðafræði liti út ef valdhyggju- og einangrunarsinnaðir rasistar, fasistar og antifemínistar væru með niðurlægingar- og útskúfunarvaldið. Sem getur alveg gerst. Til að hafa það alveg á hreinu; ég er ekki að þykjast vera eitthvað heilagari en annað fólk hvað þetta varðar. Ég hef tekið þátt í þessum kúltúr og þarf reyndar að einbeita mér meðvitað til þess að gera það ekki. Það er eðli miðilsins, sem kreistir fram úr okkur ákveðnar hliðar vegna þess hvernig miðillinn virkar. Twitter heimilar einungis 280 stafi fyrir hvert innlegg, og meðan það hefur áhugaverða kosti, þá grunar mig að það sé líka ástæðan fyrir þessari árásar- og eineltismenningu, þar sem háð og spott, niðurlægingar og „sniðug“ komment eru best stutt og snaggaraleg, en allar flóknar pælingar, góðir punktar, djúp samtöl eða bara góður rökstuðningur einfaldlega krefst meiri texta. Sá texti er mögulegur á Facebook (og á Twitter með að brjóta upp samtalið og bjóða upp á útúrsnúninga-maraþon), þótt þar sé aðra galla að finna eins og grimmari forgangsröðun pósta sem hentar ekki endilega vel til yfirvegaðrar umræðu heldur. Síðan eru það Facebook-kommentakerfi fjölmiðlanna, sem eru enn einn áhugaverði vettvangurinn. Á DV sérstaklega, en einnig á Vísi, er mjög algengt að í kommentakerfunum komi hafsjór af hatursfullum blammeringum og dólgshætti langt umfram það sem fullorðið fólk leyfir sér almennt í eigin persónu. En það sem er áhugavert, er að ef einhver kemur inn með allt annað sjónarmið eru alveg ágætar líkur á að það nái fram úr ógeðinu í Like-um, jafnvel ef það er bara eitt sjónarmið á móti öllum hinum. Þetta gefur vísbendingu um að fólk sem er ósammála viðbjóðnum veigri sér við að setja inn komment, en að fólkið sem hefur eitthvað illt að segja hemji sig hvorki né hiki neitt. Ég hef engar tilgátur um hvers vegna svo sé. Hér er ég ekki að leggja neitt til, né að gagnrýna neinar tilteknar manneskjur eða fjalla um tiltekin tilfelli. Þetta er bara hvernig þessi samfélagsmiðlaheimur birtist mér, og eðli þeirra samkvæmt er óhjákvæmilegt að hann birtist öðrum með öðrum hætti. Mínar aðstæður sem opinber persóna hafa líka ábyggilega nokkur áhrif á þetta, en það kemur varla fólki á óvart - og vonandi ekki - að pólitísk umræða hefur tilhneigingu til að vera andstyggilegri en samtöl fólks um eitthvað annað. Eða það ætla ég allavega rétt að vona. Punkturinn með að skrifa þetta er ekki meiri en svo að ég fór að pæla í því hvert næsta skrefið í samfélagsmiðlum verði. Er einhver að rannsaka hvernig ólíkir eiginleikar þessara miðla draga fram ólíka hluti í okkur, og nýta þá þekkingu til að búa til samfélagsmiðil sem hentar betur t.d. til stjórnmálastarfs? Samfélagsmiðlar eru mjög ný fyrirbæri í mannlegri menningu og er ekki við neinu öðru að búast en að þeir verði meingallaðir í dágóðan tíma í viðbót. Þeir hafa líka klárlega sínar jákvæðu hliðar, en allavega frá mínu sjónarhorni hefur mér fundist þeir svolítið falla í skuggann af göllunum. Við erum mjög heppin ef okkur tekst að einangra það jákvæða en á sama tíma draga úr því neikvæða, en það krefst þess að við skiljum fyrirbærin sem við erum að eiga við.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun