Fótbolti

Ron­aldo þakkaði fyrrum þjálfurum, liðs­fé­lögum og mót­herjum eftir 750. markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo heldur uppteknum hætti.
Ronaldo heldur uppteknum hætti. Sportinfoto/DeFodi/Getty

Cristiano Ronaldo varð í gær þriðji leikmaðurinn í 750 mörk.

Cristiano Ronaldo náði þeim magnaða árangri í gær er hann skoraði sitt 750. mark á ferlinum. Markið skoraði Ronaldo í 3-0 sigri Juventus á Dynamo Kiev í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„750 mörk, 750 ánægjuleg augnablik, 750 bros á stuðningsmönnunum okkar,“ skrifaði Ronaldo á Twitter-síðu sína í gær áður en hann hélt áfram að þakka fyrir sig.

„Þakkir til allra leikmannanna og þjálfaranna sem hjálpaði okkur að ná þessum frábæra árngri. Takk til allra mótherjanna sem gera það að verkum að ég harðar og harðar að mér á hverjum degi.“

Þetta var 75. mark Ronaldo fyrir Juventus. Hann skoraði 450 fyrir Real Madrid, 118 fyrir Man. United og fimm mörk fyrir Sporting Lisbon. Þar að auki hefur hann skorað 102 mörk fyrir portúaglska landsliðsins.

Hann náði 750 mörkunum á undan Lionel Messi sem er með 712 mörk fyrir Barcelona og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×