Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS í lokafluginu yfir Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2020 12:18 SAS-þotan Astrid Viking yfir Hofsósi laust fyrir klukkan níu í morgun á ratsjárvefnum Flightradar24. Yfir Trölladyngju norðan Vatnajökuls má sjá Egilsstaðaflug Air Iceland Connect. Flightradar24 SAS-þotan Astrid Viking, af gerðinni Airbus A340, lagði upp frá Kaupmannahöfn í morgun áleiðis til Tucson í Arizona þar sem hennar bíður stæði í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni. Flug þotunnar er sögulegt því þar með lýkur rekstri skandinavíska flugfélagsins á fjögurra hreyfla farþegaþotum. Flugleið þotunnar lá yfir Ísland á níunda tímanum í morgun. Hún kom yfir landið yfir Djúpavogi í stefnu til norðvesturs og flaug meðal annars yfir Eyjafirði og Hofsósi í 40 þúsund feta hæð. Segja má að fjögurra hreyfla þotur séu eitt helsta fórnarlamb heimsfaraldurs covid-veirunnar. Flugfélög hafa unnvörpum nýtt tækifærið til að taka þær úr notkun, eftir því sem tveggja hreyfla-þotur hafa orðið langdrægari, enda mun hagkvæmari í rekstri. Þannig munu tveggja hreyfla Airbus A350 þotur leysa af A340 þotur SAS. Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS, Airbus A340, Astrid Viking. SAS fékk hana nýja í febrúar 2002.Wikimedia Commons/ Adam Moreira Drottning háloftanna síðustu hálfa öld, Boeing 747, er einnig óðum að hverfa sem farþegaþota. Þá er mikil óvissa um framtíð Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims. Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu hennar verði hætt á næsta ári, þótt aðeins séu þrettán ár frá því að hún hóf farþegaflug. Fjögurra hreyfla flugvélar voru burðarás SAS-flotans í áratugi. Meðal slíkra véla í þjónustu félagsins í gegnum tíðina má nefna Douglas DC-4, DC-6, DC-7, DC-8, Convair 990, Boeing 747 auk Airbus A340. Fréttir af flugi Airbus Tengdar fréttir Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugleið þotunnar lá yfir Ísland á níunda tímanum í morgun. Hún kom yfir landið yfir Djúpavogi í stefnu til norðvesturs og flaug meðal annars yfir Eyjafirði og Hofsósi í 40 þúsund feta hæð. Segja má að fjögurra hreyfla þotur séu eitt helsta fórnarlamb heimsfaraldurs covid-veirunnar. Flugfélög hafa unnvörpum nýtt tækifærið til að taka þær úr notkun, eftir því sem tveggja hreyfla-þotur hafa orðið langdrægari, enda mun hagkvæmari í rekstri. Þannig munu tveggja hreyfla Airbus A350 þotur leysa af A340 þotur SAS. Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS, Airbus A340, Astrid Viking. SAS fékk hana nýja í febrúar 2002.Wikimedia Commons/ Adam Moreira Drottning háloftanna síðustu hálfa öld, Boeing 747, er einnig óðum að hverfa sem farþegaþota. Þá er mikil óvissa um framtíð Airbus A380, stærstu farþegaþotu heims. Airbus hefur tilkynnt að framleiðslu hennar verði hætt á næsta ári, þótt aðeins séu þrettán ár frá því að hún hóf farþegaflug. Fjögurra hreyfla flugvélar voru burðarás SAS-flotans í áratugi. Meðal slíkra véla í þjónustu félagsins í gegnum tíðina má nefna Douglas DC-4, DC-6, DC-7, DC-8, Convair 990, Boeing 747 auk Airbus A340.
Fréttir af flugi Airbus Tengdar fréttir Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01
British Airways leggur júmbó-þotunni Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að leggja öllum Boeing 747 júmbó þotum sínum. Til þessa hefur ekkert annað flugfélag í heiminum notað jafnmargar júmbó þotur í flugáætlun sinni 17. júlí 2020 08:26