Öryggi landsmanna ógnað Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Hafdís Gunnarsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 09:01 Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar