Fólk beðið um að senda ekki stutta og óþarfa tölvupósta Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Það kannast allir við að senda stundum stutta tölvupósta, til dæmis bara TAKK! En allir tölvupóstar skilja eftir skil kolefnisfótspor. Vísir/Getty Í Bretlandi stendur nú yfir átak þar sem fólk er hvatt til að hætta að senda tölvupósta til að þakka fyrir eitthvað. Eða almennt að senda tölvupósta sem ekki hafa neinn tilgang annan en til að senda kveðju. Og hvers vegna? Jú, að fækka tölvupóstum er liður í því að sporna við loftlagsbreytingum. Í umfjöllun Financial Times er á það bent að allir tölvupóstar skilja eftir sig kolefnisfótspor í formi notkunar á rafmagni, sbr. rafmagn vegna notkunar á tækjum, netsins eða gagnavera. Samkvæmt rannsókn sem fyrirtækið Ovo Energy stóð fyrir senda Bretar að meðaltali um 64 milljónir tölvupósta á dag. Ef hver og einn notandi nær að fækka tölvupóstsendingum um einn tölvupóst á dag, getur það þýtt sparnað upp á 16,433 tonn í kolefnisframleiðslu á ári. Þessi sparnaður þykir reyndar mjög lítill í samanburði við margt annað, t.d. bíla. Í umfjöllun um átakið segir hins vegar að í þeirri loftlagskrísu sem við blasir í heiminum, skiptir allt máli: Stórt sem smátt. Hér er listi yfir tölvupósta sem Bretar eru hvattir til að hætta að senda og eru hvað algengustu stuttu tölvupóstarnir sem fólk sendir þar, samkvæmt fyrrgreindri rannsókn. Við látum þýðingu fylgja með í sviga sem tillögu um þá tölvupósta sem fólk gæti hætt að senda á milli sín hér. Thank you (Kærar þakkir) Thanks (Takk) Have a good weekend (Góða helgi) Reiceived (Móttekið) Appreciated (Þetta er vel metið) Cheers (Skál! Á íslensku gæti þetta verið tölvupóstur eins og „Frábært!“ eða eitthvað álíka) You too (Sömuleiðis) LOL (Til dæmis broskarl eða sambærilegur tölvupóstur) Ovo Energy er fyrirtæki sem stendur á bakvið forritið Carbon Capper. Það er hægt að nota með Chrome vafranum og virkar þannig að ef fólk er að senda tölvupóst sem telur færri en fjögur orð, þá fær það nokkurs konar villumeldingu áður en tölvupósturinn er sendur. Umhverfismál Tækni Tengdar fréttir Að forðast mistök í tölvupóstum, líka Gmail Fyndni á sjaldnast við í tölvupóstum og framsetning þeirra á að vera auðveld lesning fyrir móttakandann. Einkamál eiga að vera send úr sérnetfangi og aðskilin póstfangi vinnuveitanda. 11. ágúst 2020 09:00 Breyttar áherslur hjá Timberland, McDonalds, Lego og Levi‘s Verkefni í þágu loftlagsmála eru ekki alveg gleymd þótt atvinnulífið glími nú við kórónufaraldur. 9. október 2020 08:01 Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ 11. maí 2020 11:00 Mest lesið Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í Bretlandi stendur nú yfir átak þar sem fólk er hvatt til að hætta að senda tölvupósta til að þakka fyrir eitthvað. Eða almennt að senda tölvupósta sem ekki hafa neinn tilgang annan en til að senda kveðju. Og hvers vegna? Jú, að fækka tölvupóstum er liður í því að sporna við loftlagsbreytingum. Í umfjöllun Financial Times er á það bent að allir tölvupóstar skilja eftir sig kolefnisfótspor í formi notkunar á rafmagni, sbr. rafmagn vegna notkunar á tækjum, netsins eða gagnavera. Samkvæmt rannsókn sem fyrirtækið Ovo Energy stóð fyrir senda Bretar að meðaltali um 64 milljónir tölvupósta á dag. Ef hver og einn notandi nær að fækka tölvupóstsendingum um einn tölvupóst á dag, getur það þýtt sparnað upp á 16,433 tonn í kolefnisframleiðslu á ári. Þessi sparnaður þykir reyndar mjög lítill í samanburði við margt annað, t.d. bíla. Í umfjöllun um átakið segir hins vegar að í þeirri loftlagskrísu sem við blasir í heiminum, skiptir allt máli: Stórt sem smátt. Hér er listi yfir tölvupósta sem Bretar eru hvattir til að hætta að senda og eru hvað algengustu stuttu tölvupóstarnir sem fólk sendir þar, samkvæmt fyrrgreindri rannsókn. Við látum þýðingu fylgja með í sviga sem tillögu um þá tölvupósta sem fólk gæti hætt að senda á milli sín hér. Thank you (Kærar þakkir) Thanks (Takk) Have a good weekend (Góða helgi) Reiceived (Móttekið) Appreciated (Þetta er vel metið) Cheers (Skál! Á íslensku gæti þetta verið tölvupóstur eins og „Frábært!“ eða eitthvað álíka) You too (Sömuleiðis) LOL (Til dæmis broskarl eða sambærilegur tölvupóstur) Ovo Energy er fyrirtæki sem stendur á bakvið forritið Carbon Capper. Það er hægt að nota með Chrome vafranum og virkar þannig að ef fólk er að senda tölvupóst sem telur færri en fjögur orð, þá fær það nokkurs konar villumeldingu áður en tölvupósturinn er sendur.
Umhverfismál Tækni Tengdar fréttir Að forðast mistök í tölvupóstum, líka Gmail Fyndni á sjaldnast við í tölvupóstum og framsetning þeirra á að vera auðveld lesning fyrir móttakandann. Einkamál eiga að vera send úr sérnetfangi og aðskilin póstfangi vinnuveitanda. 11. ágúst 2020 09:00 Breyttar áherslur hjá Timberland, McDonalds, Lego og Levi‘s Verkefni í þágu loftlagsmála eru ekki alveg gleymd þótt atvinnulífið glími nú við kórónufaraldur. 9. október 2020 08:01 Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ 11. maí 2020 11:00 Mest lesið Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Að forðast mistök í tölvupóstum, líka Gmail Fyndni á sjaldnast við í tölvupóstum og framsetning þeirra á að vera auðveld lesning fyrir móttakandann. Einkamál eiga að vera send úr sérnetfangi og aðskilin póstfangi vinnuveitanda. 11. ágúst 2020 09:00
Breyttar áherslur hjá Timberland, McDonalds, Lego og Levi‘s Verkefni í þágu loftlagsmála eru ekki alveg gleymd þótt atvinnulífið glími nú við kórónufaraldur. 9. október 2020 08:01
Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ 11. maí 2020 11:00