Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur Þórir Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2020 14:15 Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni og víðar hundelti fólk á götum úti fyrir brot á útgöngubanni þá dugðu hvatningar að mestu á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs leiðir í ljós að bábyljur um faraldurinn hafa ekki fengið að blómstra í sama mæli hér og annars staðar. Slíkar bábylgjur draga úr samheldninni og þær lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir vinnuhópinn leiddi í ljós að yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíðum en í kringum 10% treystu samfélagsmiðlum. Hver órökstudd „frétt“ um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu, kraftaverkameðul dugi gegn henni eða að fyrirhugaðar bólusetningar hafi einhvern annarlegan tilgang dregur úr trausti og vilja til að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga. Þannig eru fréttirnar sem fljúga milli fólks á Facebook og Twitter. Falsfréttir fljúga hratt Rannsókn á vegum hins virta MIT háskóla í Bandaríkjunum sýnir að falsfréttir berast hraðar um netið en sannar. Þær eru 70% líklegri til að vera endurtíst á Twitter og eru sex sinnum fljótari að ná til 1.500 manna. Þessar tvær rannsóknir leiða til augljósrar niðurstöðu. Þar sem Twitter og Facebook ráða ríkjum nær tortryggni yfirhöndinni. Þar sem ritrýndir almennir fjölmiðlar eru sterkir, þar myndast traust. Það traust er forsenda árangursríkra sýkingarvarna. Sjaldgæft er að fá svo skýra mynd af því hvernig vandaður fréttaflutningur, sem fólk getur treyst, hafi svo þjóðfélagslega mikilvæg áhrif. Miðlar í vörn Á sama tíma eiga ritstýrðir fjölmiðlar í vök að verjast gegn þessum sömu samfélagsmiðlum. Hagstofan telur að íslenskir auglýsendur hafi greitt rúmlega fimm milljarða króna til erlendra samfélagsmiðla á árinu 2018. Þeir miðlar þurfa meðal annars ekki að bæta virðisaukaskatti við það verð sem þeir bjóða íslenskum auglýsendum. Auglýsingatekjur innlendra miðla fara hríðlækkandi – voru fjórðungi lægri 2018 en 2007. Auglýsingatekjur Sýnar – sem rekur meðal annars Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna – hafa lækkað um 15% á þessu kórónuveiruári, samkvæmt umsögn félagsins um fyrirhugaðar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Í tekjumissinum takast þessir sömu miðlar á við risavaxinn samkeppnisaðila sem nýtur næstum fimm milljarða króna stuðnings skattgreiðenda og fær að leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Nærri helmingur auglýsingatekna í sjónvarpi renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2017. Ríkisútvarpið er sannarlega einn þeirra miðla sem stuðla að trausti í samfélaginu. En traust þrífst illa í umhverfi einokunar. Skýrsla frá 2018 um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sýnir fram á hvernig einkamiðlarnir eiga í vök að verjast á meðan ríkisrekinn samkeppnisaðili sækir öruggt fé í ríkissjóð. Í skýrslunni var lagt til að taka RÚV af auglýsingamarkaði og koma á styrktarkerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fjárhagslegir yfirburðir RÚV, sem þóttu sjálfsagðir fyrir einhverjum áratugum, eru það ekki lengur. Líkt og þurftarmikil planta sem skyggir á sólargeislana og dregur í sig vætu og kæfir þannig annan gróður þá hefur fyrirferð ríkisrisans kæfandi áhrif á grósku í einkageiranum á sama markaði. Annars staðar á Norðurlöndum hefur verið brugðist við bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla með ýmsum hætti, fyrst og fremst einhvers konar styrkjum eða þjónustusamningum sem hafa það markmið að stuðla að fjölbreytni. Þar þykir líka sjálfsagt að halda ríkismiðlum af auglýsingamarkaði. Enn er beðið Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir því að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra komist út úr ríkisstjórn. Síðustu tvö ár fengu slík frumvörp að sofna sumarsvefninum langa eftir að mistekist hafði að fá stuðning við þau á Alþingi fyrir þinglok. Þennan þingveturinn var boðað að fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 sýnir að fjölmiðlaumhverfið er enn nógu sterkt til þess að almenningur geti treyst fréttaflutningi í almennum fréttamiðlum. Þessa stöðu þarf að verja og það verður ekki gert með óbreyttu ástandi. Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla er í fullu gildi sem og tillögur hennar um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og stuðning við einkarekna fjölmiðla. Rannsókn MIT háskólans varar síðan við því sem getur gerst ef samfélagsmiðlar og fréttirnar sem þeir dreifa ná yfirhöndinni. Þeir einkareknu fjölmiðlar, sem hafa reynst svo mikilvægir á farsóttartímanum, heyja nú varnarbaráttu á tveimur vígstöðvum: Gagnvart ríkisreknum samkeppnisaðila innanlands og risavöxnum samfélagsmiðlum að utan. Vilji Alþingi stuðla að virkri samkeppni öflugra fjölmiðla, sem fólk treystir, þá þarf að laga skekkjurnar á þessum markaði. Það er ekki óendanlegur tími til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Þórir Guðmundsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni og víðar hundelti fólk á götum úti fyrir brot á útgöngubanni þá dugðu hvatningar að mestu á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs leiðir í ljós að bábyljur um faraldurinn hafa ekki fengið að blómstra í sama mæli hér og annars staðar. Slíkar bábylgjur draga úr samheldninni og þær lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir vinnuhópinn leiddi í ljós að yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíðum en í kringum 10% treystu samfélagsmiðlum. Hver órökstudd „frétt“ um að veiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu, kraftaverkameðul dugi gegn henni eða að fyrirhugaðar bólusetningar hafi einhvern annarlegan tilgang dregur úr trausti og vilja til að fara eftir ráðleggingum sérfræðinga. Þannig eru fréttirnar sem fljúga milli fólks á Facebook og Twitter. Falsfréttir fljúga hratt Rannsókn á vegum hins virta MIT háskóla í Bandaríkjunum sýnir að falsfréttir berast hraðar um netið en sannar. Þær eru 70% líklegri til að vera endurtíst á Twitter og eru sex sinnum fljótari að ná til 1.500 manna. Þessar tvær rannsóknir leiða til augljósrar niðurstöðu. Þar sem Twitter og Facebook ráða ríkjum nær tortryggni yfirhöndinni. Þar sem ritrýndir almennir fjölmiðlar eru sterkir, þar myndast traust. Það traust er forsenda árangursríkra sýkingarvarna. Sjaldgæft er að fá svo skýra mynd af því hvernig vandaður fréttaflutningur, sem fólk getur treyst, hafi svo þjóðfélagslega mikilvæg áhrif. Miðlar í vörn Á sama tíma eiga ritstýrðir fjölmiðlar í vök að verjast gegn þessum sömu samfélagsmiðlum. Hagstofan telur að íslenskir auglýsendur hafi greitt rúmlega fimm milljarða króna til erlendra samfélagsmiðla á árinu 2018. Þeir miðlar þurfa meðal annars ekki að bæta virðisaukaskatti við það verð sem þeir bjóða íslenskum auglýsendum. Auglýsingatekjur innlendra miðla fara hríðlækkandi – voru fjórðungi lægri 2018 en 2007. Auglýsingatekjur Sýnar – sem rekur meðal annars Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna – hafa lækkað um 15% á þessu kórónuveiruári, samkvæmt umsögn félagsins um fyrirhugaðar fjárveitingar til Ríkisútvarpsins. Í tekjumissinum takast þessir sömu miðlar á við risavaxinn samkeppnisaðila sem nýtur næstum fimm milljarða króna stuðnings skattgreiðenda og fær að leika lausum hala á auglýsingamarkaði. Nærri helmingur auglýsingatekna í sjónvarpi renna til Ríkisútvarpsins samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2017. Ríkisútvarpið er sannarlega einn þeirra miðla sem stuðla að trausti í samfélaginu. En traust þrífst illa í umhverfi einokunar. Skýrsla frá 2018 um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sýnir fram á hvernig einkamiðlarnir eiga í vök að verjast á meðan ríkisrekinn samkeppnisaðili sækir öruggt fé í ríkissjóð. Í skýrslunni var lagt til að taka RÚV af auglýsingamarkaði og koma á styrktarkerfi fyrir einkarekna fjölmiðla. Fjárhagslegir yfirburðir RÚV, sem þóttu sjálfsagðir fyrir einhverjum áratugum, eru það ekki lengur. Líkt og þurftarmikil planta sem skyggir á sólargeislana og dregur í sig vætu og kæfir þannig annan gróður þá hefur fyrirferð ríkisrisans kæfandi áhrif á grósku í einkageiranum á sama markaði. Annars staðar á Norðurlöndum hefur verið brugðist við bágri stöðu einkarekinna fjölmiðla með ýmsum hætti, fyrst og fremst einhvers konar styrkjum eða þjónustusamningum sem hafa það markmið að stuðla að fjölbreytni. Þar þykir líka sjálfsagt að halda ríkismiðlum af auglýsingamarkaði. Enn er beðið Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir því að fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra komist út úr ríkisstjórn. Síðustu tvö ár fengu slík frumvörp að sofna sumarsvefninum langa eftir að mistekist hafði að fá stuðning við þau á Alþingi fyrir þinglok. Þennan þingveturinn var boðað að fjölmiðlafrumvarp yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 sýnir að fjölmiðlaumhverfið er enn nógu sterkt til þess að almenningur geti treyst fréttaflutningi í almennum fréttamiðlum. Þessa stöðu þarf að verja og það verður ekki gert með óbreyttu ástandi. Skýrslan um rekstrarumhverfi fjölmiðla er í fullu gildi sem og tillögur hennar um umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og stuðning við einkarekna fjölmiðla. Rannsókn MIT háskólans varar síðan við því sem getur gerst ef samfélagsmiðlar og fréttirnar sem þeir dreifa ná yfirhöndinni. Þeir einkareknu fjölmiðlar, sem hafa reynst svo mikilvægir á farsóttartímanum, heyja nú varnarbaráttu á tveimur vígstöðvum: Gagnvart ríkisreknum samkeppnisaðila innanlands og risavöxnum samfélagsmiðlum að utan. Vilji Alþingi stuðla að virkri samkeppni öflugra fjölmiðla, sem fólk treystir, þá þarf að laga skekkjurnar á þessum markaði. Það er ekki óendanlegur tími til þess.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun