Herra Hnetusmjör prófar ópíóða Rannveig Borg skrifar 10. nóvember 2020 13:30 Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í spjalli hjá Sölva Tryggvasyni deildi Herra Hnetusmjör (Árni Páll Árnason) sögu úr lífi sínu áður en hann varð edrú fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann prófað ópíóðan oxycodine. Herra Hnetusmjör lýsir því að þetta hafi virkað sem „bara pilla“. En þetta eru hættulegustu efnin á markaðnum eða „ógeðslega sterk“ eins og Herra Hnetusmjör orðar það. Ópíóðar og þá sérstaklega oxycodone hafa verið mikið í fréttum í tengslum Bandaríkín þar sem talað er um ópíóðafaraldur. Talið er að um 3.6 % fullorðinna Bandaríkjamanna hafi neytt ópíóða á síðasta ári en prósentan er um 1.2% á heimsvísu[3]. Hvað eru ópíóðar? Annars vegar nátturuleg ópíumskyld lyf eins og morfín og kódein eða tilbúnar afleiður af morfíni til dæmis heróín, fentanýl og oxycodone[2]. Ópíoðar hafa aðallega tvenns konar áhrif annars vegar minnka sársauka og eru ópíóðar á lista WHO yfir nauðsynleg lyf (e. essential [1] medicine) og hins vegar að virkja verðlaunastöðvar heilans og orsaka vellíðan[2]. Aukaáhrif ópíóða geta verið flökurleiki og meltingartruflanir og aukinn sársauki þ.e. þegar viðkomandi hættir notkun lyfjanna finnur hann meira fyrir sársauka en áður en notkun lyfjanna hófst[2]. Þegar einstaklingur er orðinn líkamlega háður lyfjunum og hættir skyndilega notkun þeirra geta fráhvarfseinkenni verið mjög skæð[2]. Herra Hnetusmjör talar um verstu fráhvarfseinkenni sem hann hafði upplifað. Til lengri tíma geta ópíóðar verið mjög vanabindandi. Hlutfall þeirra sem verða háðir lyfseðilsskyldum ópíóðum eykst. Þá er talið að um 2-6% þeirra sem ávísað er ópíóðum sem verkjalyfi þrói með sér lyfjafíkn[5]. Ennfremur er mikil aukning á misnotkun lyfseðilsskyldra ópíóða og notkun mjög sterkra ólöglegra ópíóða eins fentanýl sem er 50-100 sinnum sterkari en morfín[4][6]. Lyfin geta einnig valdið öndunarbælingu sem í nægilegu magni getur valdið dauða[2]. Þá talar WHO um sérstaklega hættulegt sé að neyta ópíóða með öðrum öndunarbælandi efnum eins og til dæmis benzódíazepín eða áfengi[6]. Á síðustu árum hefur ótímabærum dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað – nú á tímum COVID-19 hefur ólöglegt fentanýl oftar en ekki komið við sögu[4]. WHO hefur ráðlagt þjálfun í naloxone notkun og dreifingu til einstaklinga sem geta orðið vitni af ofskömmtun ópíóða. Naloxone getur bjargað lífum eftir ofskömmtun ef það er gefið á réttan hátt[6]. Aukin hætta af ópíóðum er ekki einskorðuð við Bandaríkin. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagði í nýlegu viðtali að 185 manns væru í meðferð við ópíóðafíkn á göngudeild á Vogi og hafi aldrei verið fleiri og að neyslan hafi aukist mikið á Íslandi síðustu ár[7]. Sagan Herra Hnetusmjör prófar ópíóða endaði vel. Það eru ekki allir þetta heppnir. Í ágúst á þessu ári létust tveir 15 ára unglingar í Zollikerberg[8] (sem er Garðabær Zurichsýslunnar) eftir að hafa prófað hóstasaft með kódeini í bland við benzódíazepín (Xanax). Eins og fyrir Herra Hnetusmjör gerðu þeir sér væntanlega ekki grein fyrir hættunni enda „bara hóstasaft“. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: 1. https://www.who.int/publications/i/item/WHOMVPEMPIAU2019.06 2. ttps://wdr.unodc.org/wdr2019/en/depressants.html 3. https://wdr.unodc.org/wdr2020/field/WDR20_Booklet_2.pdf 4. https://wdr.unodc.org/wdr2020/en/exsum.html 5. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jcpt.13114 6. https://www.who.int/topics/substance_abuse/en/ 7. https://www.ruv.is/frett/2020/09/07/hugsi-yfir-tviskinnungi-i-heimsbarattunni-gegn-covid?fbclid=IwAR3ugcVaNkMLIXem4no67f_YL18kTK1cBuhHatAJUVsgHE8I2q5SC5ILxnU 8. https://www.watson.ch/amp/!327904670?fbclid=IwAR0L55JGB2K2gMv4HezttKHxRVhAj1lsKKlRWvik6d1cc8xpkQfClgm5fAU
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun